Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:37 Hluti hins nýja eigendahóps á Blackbox í Borgartúni. Aðsend Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði. Veitingastaðir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði.
Veitingastaðir Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira