Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærstu flokkarnir í nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 13:44 Miðflokkur og Flokkur fólksins næðu ekki manni inn, samkvæmt nýrri könnun. FBL/Anton Brink Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú. Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hvorki Miðflokkurinn né Flokkur fólksins myndu ná frambjóðendum inn á þing ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Maskínu en þar mælast Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin nánast með sama fylgi. Samfylkingin er með 19,7 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 19,3 prósent. Næst koma Píratar (14,9 prósent) og VG (14,9 prósent). Viðreisn fengi 13,4 prósent, Framsóknarflokkurinn 8,8 prósent, Miðflokkurinn 4,6 prósent og Flokkur fólksins 4,4 prósent. Svarendur voru 1.311 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018. Maskína spurði hvaða flokk fólk myndi kjósa í dag og hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum í ljósi umræðna sex þingmanna á Klaustri í lok nóvember. Innan við helmingur þeirra sem segjast hafa kosið Miðflokkinn í síðustu kosningum ætlar að kjósa hann aftur nú, eða tæplega 49%. Rúmlega 59% þeirra sem kusu Flokk fólksins í síðustu kosningum myndu kjósa hann aftur nú. Næstum sama hlutfall eða tæplega 61% þeirra sem kusu Vinstrihreyfinguna – grænt framboð síðast myndi kjósa flokkinn aftur nú. Hæst hlutfall kjósenda Viðreisnar myndi kjósa flokkinn aftur nú, eða rúmlega 92% en 82-85% kjósenda hinna flokkanna, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er að kjósendur þeirra þriggja flokka sem ætla í mestum mæli að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu síðast eru nokkuð ráðvilltir, því 19-25% þeirra segjast ekki vita hvaða flokk þeir myndu kjósa nú. Af öllum fyrrverandi kjósendum Flokks fólksins ætla þeir helst að kjósa Pírata (tæplega 15%), Viðreisn (rösklega 11%) og Framsóknarflokkinn (7,4%). Fyrrverandi kjósendur Miðflokksins myndu nú helst kjósa Flokk fólksins (16,3%), Framsóknarflokkinn (16,3%) og Sjálfstæðisflokkinn (11,6%). Fyrrverandi kjósendur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hyggjast að langstærstum hluta kjósa Samfylkinguna, eða 21,5% en rösklega 10% myndu kjósa Pírata nú.
Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira