Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 21:19 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins segir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki haft sérstakt samráð um að boða ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á fund flokkanna á þriðjudaginn. Formennirnir hafi þó ekki verið ósáttir við að hann birtist ekki á fundinum í ljósi málanna sem þar voru rædd. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. Logi Einarsson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV að hann hafi ekki treyst sér til þess að senda fundarboð á Sigmund Davið. Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum frá Sigmundi vegna málsins.Sjá einnig: „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/VilhelmSammála um að öllum liði illa Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda einu sinni í viku. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram að Sigmundur hefði ekki fengið boð á fundinn á þriðjudag. „Ég var bara boðuð á þennan fund og mætti. Ég sé ekki um að boða á þessa fundi.“ Aðspurð segir hún formenn stjórnarandstöðunnar ekki hafa komið sér sérstaklega saman um að halda fundinn án Sigmundar. Þar sem Klausturmálið hafi verið til umræðu á fundinum hafi formennirnir þó ekki verið ósáttir við fjarveru hans. „Nei, við komum okkur ekkert saman um það. En við vorum sammála um það þegar við vorum að tínast þarna inn að okkur liði illa, sér í lagi vegna þess að við vorum að ræða viðkvæm mál, alls konar mál, og mál sem snerti sérstaklega Klaustursmálið. Og ég held að það hafi verið sérstaklega vendipunkturinn á því að honum [Sigmundi Davíð] var ekki boðið til þessa fundar,“ segir Inga. „En andrúmsloftið er mjög erfitt og mjög þungbúið, ég býst við að flestir skilji það. Þannig að við virðum algjörlega og vorum alveg samstíga um það, og ekki ósátt við það, að hann birtist ekki á þessum fundi.“ Bíður eftir því að Klausturshópurinn segi af sér Aðspurð segist Inga ekkert vita um framhaldið, þ.e. hvort Sigmundur verði áfram útilokaður af fundum stjórnarandstöðunnar. Hún vilji hins vegar að þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember segi af sér. Sjálf var Inga ein þeirra sem umræddir þingmenn höfðu um ófögur orð á Klaustursupptökunum. „Ég bíð bara eftir því að þessir ágætu einstaklingar fari að axla ábyrgð og segi starfi sínu lausu sem kjörnir fulltrúar, segi af sér, og gefi okkur hinum kost á því að líða vel í vinnunni.“ Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi þessa dagana er þungt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins og ein þeirra sem sat að sumbli á Klaustri, gaf í skyn í viðtali á Bylgjunni í gær að ummælin á Klausturbarnum væru hluti af kúltúr sem starfsmenn Alþingis tækju þátt í. Í dag sendi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar og sagði þau ekki eiga við rök að styðjast. Einnig vakti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra athygli í viðtali um Klaustursupptökurnar í Kastljósi í gær. Þar kallaði hún þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ofbeldismenn vegna orðanna sem þeir notuðu til að lýsa henni á Klaustri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki haft sérstakt samráð um að boða ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á fund flokkanna á þriðjudaginn. Formennirnir hafi þó ekki verið ósáttir við að hann birtist ekki á fundinum í ljósi málanna sem þar voru rædd. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. Logi Einarsson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV að hann hafi ekki treyst sér til þess að senda fundarboð á Sigmund Davið. Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum frá Sigmundi vegna málsins.Sjá einnig: „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/VilhelmSammála um að öllum liði illa Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda einu sinni í viku. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram að Sigmundur hefði ekki fengið boð á fundinn á þriðjudag. „Ég var bara boðuð á þennan fund og mætti. Ég sé ekki um að boða á þessa fundi.“ Aðspurð segir hún formenn stjórnarandstöðunnar ekki hafa komið sér sérstaklega saman um að halda fundinn án Sigmundar. Þar sem Klausturmálið hafi verið til umræðu á fundinum hafi formennirnir þó ekki verið ósáttir við fjarveru hans. „Nei, við komum okkur ekkert saman um það. En við vorum sammála um það þegar við vorum að tínast þarna inn að okkur liði illa, sér í lagi vegna þess að við vorum að ræða viðkvæm mál, alls konar mál, og mál sem snerti sérstaklega Klaustursmálið. Og ég held að það hafi verið sérstaklega vendipunkturinn á því að honum [Sigmundi Davíð] var ekki boðið til þessa fundar,“ segir Inga. „En andrúmsloftið er mjög erfitt og mjög þungbúið, ég býst við að flestir skilji það. Þannig að við virðum algjörlega og vorum alveg samstíga um það, og ekki ósátt við það, að hann birtist ekki á þessum fundi.“ Bíður eftir því að Klausturshópurinn segi af sér Aðspurð segist Inga ekkert vita um framhaldið, þ.e. hvort Sigmundur verði áfram útilokaður af fundum stjórnarandstöðunnar. Hún vilji hins vegar að þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember segi af sér. Sjálf var Inga ein þeirra sem umræddir þingmenn höfðu um ófögur orð á Klaustursupptökunum. „Ég bíð bara eftir því að þessir ágætu einstaklingar fari að axla ábyrgð og segi starfi sínu lausu sem kjörnir fulltrúar, segi af sér, og gefi okkur hinum kost á því að líða vel í vinnunni.“ Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi þessa dagana er þungt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins og ein þeirra sem sat að sumbli á Klaustri, gaf í skyn í viðtali á Bylgjunni í gær að ummælin á Klausturbarnum væru hluti af kúltúr sem starfsmenn Alþingis tækju þátt í. Í dag sendi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar og sagði þau ekki eiga við rök að styðjast. Einnig vakti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra athygli í viðtali um Klaustursupptökurnar í Kastljósi í gær. Þar kallaði hún þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ofbeldismenn vegna orðanna sem þeir notuðu til að lýsa henni á Klaustri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40
Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15
Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00