Sigmundur segir Ingu fara með rangt mál Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. desember 2018 21:30 Sigmundur Davíð segist ekki hafa sagt þá Karl Gauta og Ólaf hafa átt frumkvæði að hinum svokallaða fundi að Klaustri. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Orðin á Sigmundur að hafa látið falla á fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi.Í samskiptum við fréttastofu sagðist Sigmundur geta staðfest að hann hafi ekki sagt Karl Gauta og Ólaf hafa átt frumkvæði að hinum svokallaða fundi þingmannanna sex. Hann segist hins vegar hafa haft orð á því að hann vissi af óánægju Karls Gauta og Ólafs við „margt í Flokki fólksins.“ Sigmundur sagðist þó ekki hafa tekið fram um hvað óánægja þingmannanna tveggja snerist.Inga stendur við orðin og bendir á aðra formenn Fréttastofa hafði samband við Ingu Sæland til þess að fá viðbrögð við ummælum Sigmundar um málið. Þar sagðist hún standa við orð sín og benti fréttastofu á að hafa samband við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka máli hennar til stuðnings. Þegar fréttastofa hafði samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, vildi hann í fyrstu ekki tjá sig um málið, en sagði að í ljósi þess að bæði Inga og Sigmundur hafi tjáð sig við fjölmiðla mætti koma fram að Logi hefði túlkað orð Sigmundar á svipuðum nótum og Inga. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að aðrir formenn stjórnarandstöðuflokka hafi ekki getað skilið orð Sigmundar á annan hátt en svo að Karl Gauti og Ólafur hafi átt frumkvæði að fundinum að Klaustri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur brugðist við ummælum Ingu Sæland þess efnis að hann hafi sagt Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, fyrrum þingmenn Flokks fólksins, hafa átt frumkvæði að fundinum sem þeir þrír, ásamt þremur þingmönnum Miðflokksins, áttu að barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Orðin á Sigmundur að hafa látið falla á fundi formanna stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi.Í samskiptum við fréttastofu sagðist Sigmundur geta staðfest að hann hafi ekki sagt Karl Gauta og Ólaf hafa átt frumkvæði að hinum svokallaða fundi þingmannanna sex. Hann segist hins vegar hafa haft orð á því að hann vissi af óánægju Karls Gauta og Ólafs við „margt í Flokki fólksins.“ Sigmundur sagðist þó ekki hafa tekið fram um hvað óánægja þingmannanna tveggja snerist.Inga stendur við orðin og bendir á aðra formenn Fréttastofa hafði samband við Ingu Sæland til þess að fá viðbrögð við ummælum Sigmundar um málið. Þar sagðist hún standa við orð sín og benti fréttastofu á að hafa samband við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka máli hennar til stuðnings. Þegar fréttastofa hafði samband við Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, vildi hann í fyrstu ekki tjá sig um málið, en sagði að í ljósi þess að bæði Inga og Sigmundur hafi tjáð sig við fjölmiðla mætti koma fram að Logi hefði túlkað orð Sigmundar á svipuðum nótum og Inga. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að aðrir formenn stjórnarandstöðuflokka hafi ekki getað skilið orð Sigmundar á annan hátt en svo að Karl Gauti og Ólafur hafi átt frumkvæði að fundinum að Klaustri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Segir Ólaf og Karl Gauta hafa átt frumkvæðið að fundinum á Klaustri Tilefni fundarins hafi verið áhugi tvímenninganna á að ganga til liðs við Miðflokkinn. 7. desember 2018 18:45
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28