Law & Order stjarna kom til Íslands til þess að kenna dótturinni á lífið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 19:30 Röhm ásamt dóttur hennar, Easton August. Instagram/Elizabeth Röhm. Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira