Law & Order stjarna kom til Íslands til þess að kenna dótturinni á lífið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 19:30 Röhm ásamt dóttur hennar, Easton August. Instagram/Elizabeth Röhm. Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira