Sókrates á barnum María Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar