Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:45 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. Ásakanirnar á hendur honum voru nafnlausar og varða meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en ráðist var í úttektina í kjölfar þess að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum hjá ON í september síðastliðnum.Stjórnendum bárust ábendingar um alvarleg kynferðisbrot Eftir að Áslaug Thelma var rekin var Bjarna Má sagt upp störfum vegna „óviðeigandi hegðunar“ en Áslaug Thelma hefur sagt brottrekstur sinn frá ON algjörlega tilhæfulausan. Vildi Áslaug Thelma meina að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Niðurstaða úttektar innri endurskoðunar borgarinnar er hins vegar sú að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið réttmæt. Hið sama á við um uppsögn Bjarna Más. Hvað varðar Þórð Ásmundsson þá var stjórnendum OR tilkynnt um það tveimur dögum eftir að Bjarni Már var rekinn að Þórður hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Tilkynnt hafði verið í fjölmiðlum daginn áður að Þórður myndi taka við stöðu Bjarna Más. Þórður hafði verið forstöðumaður hjá ON en þegar stjórnendum bárust ábendingar um meint kynferðisbrot hans var ákveðið að hann myndi ekki taka við framkvæmdastjórastöðunni heldur fara í leyfi frá störfum. Berglind Rán Ólafsdóttir tók þá við framkvæmdastjórastöðunni.Tuttugu ára gamlar ásakanir sem lúta ekki að atburðu á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum Í úttekt innri endurskoðunar segir um mál Þórðar: „Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að fram hafi komið sögusagnir um alvarlegt kynferðisofbeldi af hálfu hins nýráðna framkvæmdastjóra. Engar kærur hafa verið bornar upp í málinu og ábendingar eru nafnlausar. Ekki hefur verið staðfest hvernig nafnlausar ásakanir um meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum 20 árum bárust fjölmiðlum. Ásakanir þær sem um ræðir lúta ekki að atburðum á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum og taka til tímabils langt áður en viðkomandi stjórnandi hóf störf hjá fyrirtækin. Ekki er því um að ræða tilvik sem gætu fallið undir reglur um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað, sbr. reglugerð nr. 1009/2015.“Greint var frá því í gær að Þórður Ásmundsson muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. Ásakanirnar á hendur honum voru nafnlausar og varða meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en ráðist var í úttektina í kjölfar þess að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum hjá ON í september síðastliðnum.Stjórnendum bárust ábendingar um alvarleg kynferðisbrot Eftir að Áslaug Thelma var rekin var Bjarna Má sagt upp störfum vegna „óviðeigandi hegðunar“ en Áslaug Thelma hefur sagt brottrekstur sinn frá ON algjörlega tilhæfulausan. Vildi Áslaug Thelma meina að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Niðurstaða úttektar innri endurskoðunar borgarinnar er hins vegar sú að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið réttmæt. Hið sama á við um uppsögn Bjarna Más. Hvað varðar Þórð Ásmundsson þá var stjórnendum OR tilkynnt um það tveimur dögum eftir að Bjarni Már var rekinn að Þórður hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Tilkynnt hafði verið í fjölmiðlum daginn áður að Þórður myndi taka við stöðu Bjarna Más. Þórður hafði verið forstöðumaður hjá ON en þegar stjórnendum bárust ábendingar um meint kynferðisbrot hans var ákveðið að hann myndi ekki taka við framkvæmdastjórastöðunni heldur fara í leyfi frá störfum. Berglind Rán Ólafsdóttir tók þá við framkvæmdastjórastöðunni.Tuttugu ára gamlar ásakanir sem lúta ekki að atburðu á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum Í úttekt innri endurskoðunar segir um mál Þórðar: „Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að fram hafi komið sögusagnir um alvarlegt kynferðisofbeldi af hálfu hins nýráðna framkvæmdastjóra. Engar kærur hafa verið bornar upp í málinu og ábendingar eru nafnlausar. Ekki hefur verið staðfest hvernig nafnlausar ásakanir um meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum 20 árum bárust fjölmiðlum. Ásakanir þær sem um ræðir lúta ekki að atburðum á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum og taka til tímabils langt áður en viðkomandi stjórnandi hóf störf hjá fyrirtækin. Ekki er því um að ræða tilvik sem gætu fallið undir reglur um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað, sbr. reglugerð nr. 1009/2015.“Greint var frá því í gær að Þórður Ásmundsson muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00