Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni." Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni."
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47