Solstice fari fram á minna svæði, með auknu eftirliti og höfði til eldri markhópa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 22:33 Secret Solstice tónlistarhátíðin hefur verið haldin í Laugardalnum ár hvert frá 2014. Vísir/Jóhanna Borgarráði var í dag kynntur samningur Reykjavíkurborgar við Events ehf. þess efnis að tónleikahátíðin Secret Solstice verði haldin dagana 21. -23. júní á næsta ári í Laugardalnum. Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. „Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram.“ Óvissa hefur verið um hvort og þá hvar hátíðin verður haldin, vegna skorts á fjármagni og óánægju með staðsetningu hátíðarinnar. Þannig höfðu borist ábendingar og kvartanir vegna unglingadrykkju og hávaða frá hátíðinni og á tímabili voru uppi hugmyndir að færa hátíðina yfir á Klambratún.Fá styrk á þeim forsendum að höfða til fjölskyldufólks Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar kynnti hins vegar á fundi Borgarráðs í dag samning um tónleikahald á svæðinu í júní. Í honum segir meðal annars að tónleikahaldarar skuli tryggja að fjöldi á svæðinu verði ekki meiri en 20. 000, að Reykjavíkurborg fái 30 aðgöngumiða til eigin ráðstöfunar á hátíðina og skilyrði eru sett um að áberandi skuli vera á kynningarefna að Reykjavíkurborg styrki hátíðina. Reykjavíkurborg styrkir hátíðina þó á þeim forsendum að hátíðin höfði meira til fjölskyldufólks en verið hefur. Þá sé tónleikahöldurum kunnugt um að Jónsmessuhlaup ÍBR fer fram í Laugardalnum 20. júní og að útskrift HÍ fari fram laugardaginn 22. júní. Skuli staðhaldarar taka sérstakt tillit til þessara viðburða og þeirra ábendinga sem koma frá ÍBR og Laugardalshöll vegna þeirra með tilliti til umferðar, þrifa og hávaða. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði lagði fram bókun á fundinum í dag vegna málsins og studdi það sem kom fram í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að hátíðin eigi ekki heima í Laugardalnum. „Þetta er sérstaklega nefnt í ljósi umræðu síðustu mánaða varðandi stöðu mála í neyslu ungs fólks á vímuefnum og hvernig sú þróun hefur breyst til hins verra. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að mikil brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala ólöglegra fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að margir eru ánægðir með þessa staðsetningu og hátíðina og reynt er að gera margt til að þessi hátíð sem önnur fari vel fram. En fyrir Flokk fólksins eru það hagsmunir barnanna sem eru í þessu sem öðru settir í forgang og vill borgarfulltrúi hlusta á foreldrar og taka tillit til áhyggna þeirra.“ Secret Solstice Tengdar fréttir Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39 Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarráði var í dag kynntur samningur Reykjavíkurborgar við Events ehf. þess efnis að tónleikahátíðin Secret Solstice verði haldin dagana 21. -23. júní á næsta ári í Laugardalnum. Í bókun meirihlutans í borginni segir að hátíðin sé orðin fastur punktur í lífi margra Reykvíkinga þar sem Laugardalurinn er lagður undir risatónlistarhátíð. „Samráð hefur verið með ágætum frá upphafi hátíðarinnar og vankantar sniðnir af með aukinni reynslu og þekkingu tónleikahaldara. Núverandi samráð byggir á því að hátíðin verði eingöngu á Þróttaravellinum og því ekki eins umfangsmikil og á undanförnum árum. Þá muni hún höfða til eldri markhópa, eftirlit verði aukið og tryggt að hátíðin fari sem best fram.“ Óvissa hefur verið um hvort og þá hvar hátíðin verður haldin, vegna skorts á fjármagni og óánægju með staðsetningu hátíðarinnar. Þannig höfðu borist ábendingar og kvartanir vegna unglingadrykkju og hávaða frá hátíðinni og á tímabili voru uppi hugmyndir að færa hátíðina yfir á Klambratún.Fá styrk á þeim forsendum að höfða til fjölskyldufólks Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar kynnti hins vegar á fundi Borgarráðs í dag samning um tónleikahald á svæðinu í júní. Í honum segir meðal annars að tónleikahaldarar skuli tryggja að fjöldi á svæðinu verði ekki meiri en 20. 000, að Reykjavíkurborg fái 30 aðgöngumiða til eigin ráðstöfunar á hátíðina og skilyrði eru sett um að áberandi skuli vera á kynningarefna að Reykjavíkurborg styrki hátíðina. Reykjavíkurborg styrkir hátíðina þó á þeim forsendum að hátíðin höfði meira til fjölskyldufólks en verið hefur. Þá sé tónleikahöldurum kunnugt um að Jónsmessuhlaup ÍBR fer fram í Laugardalnum 20. júní og að útskrift HÍ fari fram laugardaginn 22. júní. Skuli staðhaldarar taka sérstakt tillit til þessara viðburða og þeirra ábendinga sem koma frá ÍBR og Laugardalshöll vegna þeirra með tilliti til umferðar, þrifa og hávaða. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði lagði fram bókun á fundinum í dag vegna málsins og studdi það sem kom fram í umsögnum foreldrafélaga í hverfinu sem telja að hátíðin eigi ekki heima í Laugardalnum. „Þetta er sérstaklega nefnt í ljósi umræðu síðustu mánaða varðandi stöðu mála í neyslu ungs fólks á vímuefnum og hvernig sú þróun hefur breyst til hins verra. Fram hefur komið hjá foreldrum í kjölfar síðustu hátíðar „að mikil brotalöm var á skipulagi hátíðarinnar og framfylgd áfengiskaupalaga auk þess sem neysla og sala ólöglegra fíkniefna var mikil í tengslum við hátíðarhöldin“. Borgarfulltrúi veit að reynt hefur verið að gera ráðstafanir til að þessir hlutir fari ekki úr böndum. Engu að síður eru foreldrar áhyggjufullir. Flokkur fólksins gerir sér grein fyrir að margir eru ánægðir með þessa staðsetningu og hátíðina og reynt er að gera margt til að þessi hátíð sem önnur fari vel fram. En fyrir Flokk fólksins eru það hagsmunir barnanna sem eru í þessu sem öðru settir í forgang og vill borgarfulltrúi hlusta á foreldrar og taka tillit til áhyggna þeirra.“
Secret Solstice Tengdar fréttir Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39 Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Auglýsa Secret Solstice 2019 í skugga fjárhagserfiðleika Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum sumarið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu hátíðarinnar. 14. nóvember 2018 15:39
Borgin fundar með Solstice-liðum sem vilja flytja á Klambratún Fjárfestar eru hættir að setja peninga í Secret Solstice tónlistarhátíðina að svo stöddu. 10. september 2018 11:40
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent