Sérsveit vopnast gegn erlendum herþjálfuðum glæpamönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Frá æfingu sérsveitarinnar. Vísir/GVA Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bakgrunnur og þjálfun erlendra glæpamanna, sem koma hingað til lands vegna tengsla við skipulagða glæpahópa hér á landi, er þess eðlis að hann kallar á aukinn viðbúnað lögreglu. Þetta kemur fram í svari frá Embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins um fjölgun vopnaðra útkalla og verkefna sérsveitarinnar. Í svarinu er vísað til herþjálfunar „sem líkt og alþekkt er felur í sér þjálfun í notkun á skotvopnum og bardagatækni“. Í svarinu segir að málum þar sem vopn koma við sögu hafi fjölgað að undanförnu en einnig er vísað til ógnar sem samfélaginu stafi af vaxandi skipulagðri brotastarfsemi og erlendum brotamönnum og samtökum. „Þetta svar ríkislögreglustjóra er eðlilegt,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greiningardeildin hafi ítrekað bent á að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt, vopnaburður af ýmsu tagi sé algengari nú en áður og brotin alþjóðlegri. „Þessi aukning á vopnuðum útköllum sérsveitarinnar er samt veruleg á stuttum tíma og vekur upp spurningu um hvort löggæsla á Íslandi sé að færast frá almennri löggæslu eins og við þekkjum hana í átt að sérskipuðum vopnuðum sveitum, að það sé talið nauðsynlegt til að hafa vaðið fyrir neðan sig í æ fleiri tilfellum. Og þá um leið opna á að lögreglan öll verði búin skotvopnum við öll skyldustörf, að það verði smám saman talið eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna,“ segir Helgi. Helgi leggur áherslu á að sérsveitin hafi verið farsæl í starfi þegar á heildina er litið og áunnið sér traust í samfélaginu sem nauðsynlegur aðili í stjórnkerfinu, enda búi sveitin yfir mjög vel þjálfuðum lögreglumönnum sem hafa farið í gegnum mjög ströng inntökuskilyrði og próf. „Spurningin aftur á móti er hvort ekki væri heppilegt fyrir sérsveitina og borgarana að hafa óháða nefnd eða einhvern þriðja aðila sem hefur yfirsýn yfir málefni sveitarinnar og þau mál sem koma upp,“ segir Helgi og bætir við: „Sér í lagi vegna þess að hér er nokkuð stíf skotvopnalöggjöf, lögreglan hefur einokun á valdbeitingu og sérsveitin er vopnuð. Því er ekki óeðlilegt að ytra eftirlit sé starfandi sem veiti henni aðhald og stuðning þegar við á og hafi auga með þessari þróun,“ segir Helgi og vísar til örrar þróunar í vopnaburði í íslenskri löggæslu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira