Ólafía fær mögulega að spila á tæplega þriðjungi LPGA-mótanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær líka að spila eitthvað áfram á LPGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi á næsta ári, sterkustu mótaröð heims, eins og hún var með í ár. Ólafía náði ekki eftir að fylgja frábæru fyrsta ári sínu á LPGA-mótaröðinni en hún er í kringum 200. sætið á stigalista LPGA en aðeins 148 efstu eru með fullan keppnisrétt, að því fram kemur á vefnum golf.is. Þar segir að talsverðar líkur eru á því að Ólafía Þórunn fái að spila á um það bil sjö til tíu mótum, samkvæmt upplýsingum vefjarins, en það er tæplega þriðjungur mótananna á LPGA. Alls voru 33 mót á mótaröðinni í ár en þeim verður fjölgað á næsta ári og verðlaunaféð hærra á fleiri mótum. Þar sem að spilað verður á fleiri mótum má búast við því að fleiri kylfingar sleppi mótum við og við til að hvíla sig en þá opnast möguleikar fyrir þá sem eru lægra skrifaðir eins og Ólafía. Samhliða því að reyna að spila á eins mörgum mótum á LPGA og hægt er verður Ólafía Þórunn með á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi á næsta ári, sterkustu mótaröð heims, eins og hún var með í ár. Ólafía náði ekki eftir að fylgja frábæru fyrsta ári sínu á LPGA-mótaröðinni en hún er í kringum 200. sætið á stigalista LPGA en aðeins 148 efstu eru með fullan keppnisrétt, að því fram kemur á vefnum golf.is. Þar segir að talsverðar líkur eru á því að Ólafía Þórunn fái að spila á um það bil sjö til tíu mótum, samkvæmt upplýsingum vefjarins, en það er tæplega þriðjungur mótananna á LPGA. Alls voru 33 mót á mótaröðinni í ár en þeim verður fjölgað á næsta ári og verðlaunaféð hærra á fleiri mótum. Þar sem að spilað verður á fleiri mótum má búast við því að fleiri kylfingar sleppi mótum við og við til að hvíla sig en þá opnast möguleikar fyrir þá sem eru lægra skrifaðir eins og Ólafía. Samhliða því að reyna að spila á eins mörgum mótum á LPGA og hægt er verður Ólafía Þórunn með á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira