Sextán ár síðan svínshöfði var kastað í átt að Figo | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 23:30 Figo tekur horn í leiknum eftirminnilega. Rétt við hornfánann má sjá svínshöfuðið. vísir/getty Það hefur ýmislegt gengið á þegar Barcelona og Real Madrid hafa mæst á knattspyrnuvellinum en allra mesti hasarinn var í leik liðanna fyrir sextán árum síðan. Þá var Portúgalinn Luis Figo að spila sinn annan leik á Nou Camp eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona. Í fyrsta leiknum þótti ekki óhætt að leyfa honum að taka hornspyrnur. Hatrið í hans garð í Katalóníu var yfirgengilegt og flöskum rigndi yfir rútu Real á leið á völlinn. Nú voru tvö ár liðin og ekki hægt að fela Figo lengur. Menn héldu líka að stuðningsmenn Barcelona væru komnir yfir þetta mál. Það var rangt mat. Aðskotahlutum rigndi yfir Figo í hornspyrnunum og á einum tímapunkti lenti svínshöfuð rétt við fánann. Þá var einnig reynt að kasta smápeningum, viskíflösku og hnífi í átt að Figo. Þá fékk dómarinn nóg og stöðvaði leikinn í tólf mínútur á meðan reynt var að róa áhorfendur niður. Margir vildu kenna Figo um að æsa áhorfendur upp. Hann gekk alltaf í mestu makindum að hornfánanum og færði rólega til aðskotahlutina. Það litu áhorfendur á sem hroka og ögrun. Þáverandi þjálfari Barcelona, Louis van Gaal, sagði að Figo gæti bara sjálfum sér um kennt. Barcelona fékk í kjölfarið tveggja leikja heimaleikjabann en þeim dómi var síðan breytt í sekt. Hvorki fyrr né síðar hafa verið önnur eins læti á leik liðanna. Hér að neðan má sjá lætin á leiknum. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það hefur ýmislegt gengið á þegar Barcelona og Real Madrid hafa mæst á knattspyrnuvellinum en allra mesti hasarinn var í leik liðanna fyrir sextán árum síðan. Þá var Portúgalinn Luis Figo að spila sinn annan leik á Nou Camp eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona. Í fyrsta leiknum þótti ekki óhætt að leyfa honum að taka hornspyrnur. Hatrið í hans garð í Katalóníu var yfirgengilegt og flöskum rigndi yfir rútu Real á leið á völlinn. Nú voru tvö ár liðin og ekki hægt að fela Figo lengur. Menn héldu líka að stuðningsmenn Barcelona væru komnir yfir þetta mál. Það var rangt mat. Aðskotahlutum rigndi yfir Figo í hornspyrnunum og á einum tímapunkti lenti svínshöfuð rétt við fánann. Þá var einnig reynt að kasta smápeningum, viskíflösku og hnífi í átt að Figo. Þá fékk dómarinn nóg og stöðvaði leikinn í tólf mínútur á meðan reynt var að róa áhorfendur niður. Margir vildu kenna Figo um að æsa áhorfendur upp. Hann gekk alltaf í mestu makindum að hornfánanum og færði rólega til aðskotahlutina. Það litu áhorfendur á sem hroka og ögrun. Þáverandi þjálfari Barcelona, Louis van Gaal, sagði að Figo gæti bara sjálfum sér um kennt. Barcelona fékk í kjölfarið tveggja leikja heimaleikjabann en þeim dómi var síðan breytt í sekt. Hvorki fyrr né síðar hafa verið önnur eins læti á leik liðanna. Hér að neðan má sjá lætin á leiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira