Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 18:01 Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00
Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38