Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 18:01 Frá vettvangi brunans. vísir/magnús hlynur Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október greindi lögreglu sjálfur frá því að hann hafi kveikt í og „að hann væri bara morðingi.“ Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 15. nóvember síðastliðnum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að hann hafi notað kveikjara til að kveikja í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins skömmu áður en það varð alelda og rennir það stoðum undir frásögn konu sem var einnig handtekin vegna málsins en er nú laus úr haldi. Í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands segir að bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu á líkum þeirra sem létust í brunanum bendi til að þau hafi verið á lífi eftir að eldur kom upp í húsinu og látist úr kolmónoxíðeitrun af völdum brunanSagðist ekki hafa liðið vel Í rökstuðningi lögreglu segir að manninum hafi verið fullljóst þegar hann kveikti í að fólkið á efri hæð hússins hafi verið í augljósum lífsháska auk þess sem augljóst hætta hafi verið á umfangsmiklu eignatjóni. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagði maðurinn einnig að honum hafi ekki liðið vel þegar hann kveikti í, hann hafi ekki vitað hvað hann hafi verið að hugsa „refsa sjálfum mér eða eitthvað,“ eins og hann orðaði það. Telur lögreglan að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa veldið eldsvoðanum sem varð tveimur einstaklingum að bana og að þau brot geti varðað allt að sextán ára fangelsi. Fór lögreglan fram á að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna vegna þess að óforsvaranlegt sé að hann gangi laus þegar sterkur rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið svo alvarlegt brot. Er það mat lögreglu að maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00 Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05 Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 2. nóvember 2018 07:00
Áfram í haldi vegna brunans á Selfossi Maðurinn er grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum. 8. nóvember 2018 12:05
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38