Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Hart var tekist á um frumvarp um veiðigjald á Alþingi í gær. Umræðan heldur áfram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira