Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2018 17:57 Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. FBL/ERNIR Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða. Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, eru sammála um það að mannlega þáttinn vantaði þegar skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt um vinnustaðamenningu innan Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir ræddu þetta í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun en Heiða Björg, sem var einn af forsprökkum Metoo-hreyfingarinnar á Íslandi, sagði sögu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúru, dótturfyrirtækis OR, vera klassíska Metoo-sögu.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Heiða Björg benti á að Áslaug Thelma hefði upplifað það að vera sögð hafa blikkað sig upp í launum og fékk tölvupósta sem henni fannst truflandi. Hún hafi upplifað að hún hafi verið áreitt í starfi að mati Heiðu Bjargar. Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar í garð starfsfólks en það var frásögn Áslaugar Thelmu sem varð til þess. Heiða Björg sagði að viðbrögð Bjarna hefðu mögulega verið ágæt þegar hann sagðist þurfa að læra af málinu og sagði að það væri margt sem karlar hefðu gert í gegnum árin sem þeir mega ekki lengur. Sagðist Heiða Björg standa heilshugar með Áslaugu Thelmu og taldi að lítið hefði verið gert úr hennar upplifun. Hún sagði að sá hluti skýrslu innri endurskoðunar sem fjallaði um opinbera smánun vera að hennar mati aftan úr fornöld.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Orkuveitur Reykjavíkur. Hún sagðist ekki geta úttalað sig um málið í þættinum vegna stöðu sinnar í stjórn OR.Vísir„Ég er ekki að tengja við það,“ sagði Heiða Björg. Hún sagði að það væri ekki síður opinber smánun að Áslaug Thelma sé í dag á allra vörum fyrir frammistöðu vanda, en það kom fram í skýrslu innri endurskoðunar að henni hefði verið sagt upp störfum vegna frammistöðu vanda. Heiða Björg sagði að hún teldi Orkuveituna vera gott fyrirtæki en bætti við að þó einhver starfsmaður hafi ekki upplifað neitt þá getur verið að einhver annar hafi gert það. Hildur sagði að starfsfólk OR mætti einmitt sýna því skilning, þó svo að það hafi ekki upplifað neitt slæmt þá útiloki það ekki að einhver annar hafi gert það. Ef dæmin eru 10, 20 eða 30, þá sé það hreinlega of mikið að mati Hildar. „Við megum ekki gera lítið úr upplifun kvenna,“ sagði Heiða.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira