Skiptir máli hvernig umræðan í kringum kynferðisbrot fer fram Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 18:42 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“ Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira