Segja nýjar siðareglur sambandsins vonbrigði Sveinn Arnarsson skrifar 26. nóvember 2018 08:30 Líney Rut Halldórsdóttir Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Blátt áfram og sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, undrast að í nýsamþykktum siðareglum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sé ekki minnst á kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. „Ég get ekki annað sagt en að þetta séu mikil vonbrigði. Ég hefði vonast til að settur hefði verið skýr rammi um kynferðisofbeldi,“ segir Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram. „Ég myndi mæla með að þetta yrði endurskoðað þar sem dæmin sanna að þetta gerist í íþróttum eins og annars staðar og við þurfum að horfa á þetta með þeim augum að þarna er viðkvæmur hópur, börn og unglingar.“ Endurskoðaðar siðareglur íþróttasambandsins voru samþykktar á fundi framkvæmdastjórnar um miðjan mánuðinn og er aðilum sambandsins gert skylt að taka siðareglurnar til sín og setja sér hegðurnarviðmið sem falli að siðareglunum.Hafdís Inga Hinriksdóttir.Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir nýsamþykktar siðareglur hafa verið unnar í samvinnu við siðfræðing og að svona siðareglur geti aldrei tæpt á öllum málum. Hún telur ákvæði siðareglnanna ná vel yfir kynferðisofbeldi. „Bæði fyrsta og þriðja greinin geta vel átt við kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þessar siðareglur eru viðmið fyrir félög og það er ekki hægt að telja upp alla mögulega hluti í þeim,“ segir Líney Rut. Hafdís Inga Hinriksdóttir, sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð, hefur unnið að þessum málum um nokkra hríð og skoðað sérstaklega málefni íþróttahreyfingarinnar. Hún segir afar mikilvægt að íþróttahreyfingin taki þessa tegund ofbeldis föstum tökum. „Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi undanfarin misseri, og íþróttahreyfingin er ekkert undanskilin þeirri umræðu, hefði maður haldið að skerpa hefði átt á slíkum þáttum í siðareglum regnhlífarsamtaka íslenskra íþrótta,“ segir Hafdís Inga. „Við höfum náð miklum árangri á ýmsum sviðum íþrótta í gegnum tíðina og því er mikilvægt að ganga á undan með góðu fordæmi og skýrri sýn á að kynferðislegt og kynbundið ofbeldi eigi ekki að líðast innan íslenskra íþrótta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sjá meira