Battlefield V: Erfið byrjun sem gæti orðið klikkuð Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2018 09:00 Framtíð þessa leiks gæti verið mjög björt ef DICE og EA halda rétt á spöðunum. Vísir/DICE Nýjasti leikur Battlefield seríunnar, Battlefield V, er frekar góður, þó hann glími við nokkra útlitsgalla. Hann er hraður, án þess að vera of hraður, og þrátt fyrir það skiptir skipulag og samvinna miklu máli. Auk útlitsgalla glímir BFV einnig við skort á efni, þó sá skortur eigi að vera tímabundinn. Framtíð þessa leiks gæti verið mjög björt ef DICE og EA halda rétt á spöðunum. Þá þykir mér nauðsynlegt að laga jafnvægi leiksins á einhvern hátt, því liði sem ég er í virðist alltaf tapa. Þess vegna grunar mig að það sé eitthvað að leiknum sjálfum eða öllum hinum í liðunum mínum.Það er margt sem hægt er að hrósa DICE fyrir við framleiðslu BFV. Nokkrar breytingar, sem eru ekki endilega umfangsmiklar, eins og það að geta byggt upp varnir og annað, skila miklum árangri. Mesta hrósið á DICE þó skilið fyrir það hve góður skotleikur BFV er. Hasarinn í leiknum getur verið æðislega mikill og það er alltaf jafn gaman að sjá hvernig borð Battlefield breytast þegar líður á leiki þar sem hús hrynja og veðrið tekur stakkaskiptum. Þá er einnig hægt að hrósa þeim fyrir ætlanir þeirra varðandi aukapakka og áframhaldandi þróun BFV. Þær ætlanir veita þó líka tilefni til gagnrýni. Ef þú átt BFV færðu aðgang að öllum viðbótum leiksins. Þannig mun DICE halda öllum spilurum saman í einum potti, sem er þvert á það sem hefur gengið á í síðustu leikjum, þar sem spilararnir skiptast niður eftir þeim aukapökkum sem þeir hafa keypt. Nú eru allir með, alltaf. Þá er sniðugt hvað Dice er að gera varðandi aukaefni. Það er að láta útgáfu þess fylgja gangi seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú er bara hægt að spila sem Bretar og Þjóðverjar en það mun breytast. Fleiri fylkingum verður bætt við þegar líður á og sömuleiðis nýjum kortum, vopnum, skriðdrekum, flugvélum og vonandi bátum. Þetta kallar DICE; Tides of War. Ef við fáum ekki nýja útgáfu af Wake Island úr BF1942, eða eitthvað sambærilegt, verð ég brjálaður. Algerlega brjálaður, eins og Atli vinur minn. Gallinn við þetta fyrirkomulag er að við útgáfu leiksins er ekki nægjanlega mikið af borðum í BFV. Maður er alltaf að spila sömu borðin.BFV inniheldur stutta einspilun, sem er mjög töff en í rauninni ekkert annað en smá þjálfun. Conquest og Grand Operations er þó án efa það besta sem hægt er að spila í leiknum. Conquest snýst um að 64 spilarar etja kappi um að halda tilteknum svæðum og því fleiri svæðum sem annað liðið heldur, því hraðar tapar hitt liði lífum sínum. Grand Operations er svipað en þar þarf annað liðið að verjast af fullum krafti á meðan hinir sækja. Takist verjendum að verja svæðið sitt, fá hinir annað tækifæri en Grand Operations gerist í nokkrum lotum eftir því hvernig liðunum gengur. Bæði Conquest og Grand Operations innihalda skriðdreka, flugvélar og fleiri vopn sem spilarar geta notað. Ég kann líka vel að meta Domination. Það er í raun minni útgáfa af Conquest, þar sem færri spilara etja kappi á minna svæði. Þá er vert að taka fram að DICE ætlar einnig að bæta við svokölluðu Battle Royale í BFV, þar sem margir spilarar keppast sín á milli um hver getur staðið síðastur eftir. Það liggur þó ekki fyrir hvenær það verður eða hvernig BR verður útfært í Battlefield.Búið er að fækka meðlimum sveita úr fimm í fjóra en nú geta allir meðlimir sveitar komið hinum til bjargar. Ekki bara medic.Vísir/DICEAllt of margir að tjilla Að mínu viti eru of margir sem spila ekki eftir verkefnum hvers borðs fyrir sig og spila þess í stað of passívt. Halda sig baka til og reyna að skjóta menn á færi. Það er einfaldlega óþolandi að vera að sækja að einhverjum vígum hins liðsins og horfa upp á það að helmingur liðsins manns eru leyniskyttur og gera ekki neitt. Bara smá sem ég þurfti að koma frá mér og kemur leiknum sjálfum svo sem ekkert við. Afsakið. Vopn BFV eru ekki ósvipað vopnunum í BF1, síðasta leik sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni, en það sama má í rauninni segja um leikinn allan. Með því að nota tiltekin vopn mikið getur maður betrumbætt þau, sem skilar góðum árangri. Það er þó pirrandi að þurfa alltaf að hætta í því borði sem maður er í til að fiffa vopnin og gera margt fleira. Það kostar tíma og það er leiðinlegt að þurfa að hætta. Það að geta fiffað vopn BFV hefur þó eitt í för með sér sem mér þykir asnalegt. Það er að hver sem er getur notað öll vopn sem hann hefur opnað á, sama í hvaða liði hann er. Vopnin eru sum sé ekki bundin við fylkingar. Mér finnst eitthvað skrítið að vera Breti með vopn sem Þjóðverjar notuðu og öfugt.32 spilarar mæta 32 spilurum á vígvöllum Battlefield 5.Vísir/DICEÞó útgáfu BFV hafi verið frestað í mánuð, sem ég tel yfirleitt vera jákvætt, þá hefði líklegast þurft að fresta útgáfunni aðeins lengur. Leikurinn hefði haft gott af því. Við að kaupa eintak af BFV ertu ekki að kaupa leik til að spila nokkrum sinnum og leggja upp á hillu. Heppnist allt hjá DICE og EA geri ég ráð fyrir því að líftími þessa leiks verði mun lengri en annarra í seríunni.Samantekt-ish Battlefield leikir undanfarinna ára eiga það sameiginlegt að líta vel út og BF1 og BFV eiga ansi margt sameiginlegt sem snýr að spilun, útliti og öðru. Þó BFV sé augljóslega uppfærsla af BF1 er þó margt sem hefði verið hægt að gera betur. Leikurinn inniheldur ýmsa sjónræna galla, eins og að persónur eru að blikka inn og úr tilvist og jafnvel festast inn í veggjum (aðallega þó þegar maður er skotinn og að bíða eftir hjálp). Það verður þó að teljast jákvætt að DICE og EA eru engan veginn að reyna að fá spilara til að eyða raunverulegum peningum inn í leiknum og að allir spilarar munu hafa aðgang að öllu aukaefninu. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig Tides of War mun líta út og virka, því það er nauðsynlegt að bæta við kortum og fylkingum sem fyrst.Ég spilaði BFV á PC og eintakið fékk ég hjá innflytjendum leiksins. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Nýjasti leikur Battlefield seríunnar, Battlefield V, er frekar góður, þó hann glími við nokkra útlitsgalla. Hann er hraður, án þess að vera of hraður, og þrátt fyrir það skiptir skipulag og samvinna miklu máli. Auk útlitsgalla glímir BFV einnig við skort á efni, þó sá skortur eigi að vera tímabundinn. Framtíð þessa leiks gæti verið mjög björt ef DICE og EA halda rétt á spöðunum. Þá þykir mér nauðsynlegt að laga jafnvægi leiksins á einhvern hátt, því liði sem ég er í virðist alltaf tapa. Þess vegna grunar mig að það sé eitthvað að leiknum sjálfum eða öllum hinum í liðunum mínum.Það er margt sem hægt er að hrósa DICE fyrir við framleiðslu BFV. Nokkrar breytingar, sem eru ekki endilega umfangsmiklar, eins og það að geta byggt upp varnir og annað, skila miklum árangri. Mesta hrósið á DICE þó skilið fyrir það hve góður skotleikur BFV er. Hasarinn í leiknum getur verið æðislega mikill og það er alltaf jafn gaman að sjá hvernig borð Battlefield breytast þegar líður á leiki þar sem hús hrynja og veðrið tekur stakkaskiptum. Þá er einnig hægt að hrósa þeim fyrir ætlanir þeirra varðandi aukapakka og áframhaldandi þróun BFV. Þær ætlanir veita þó líka tilefni til gagnrýni. Ef þú átt BFV færðu aðgang að öllum viðbótum leiksins. Þannig mun DICE halda öllum spilurum saman í einum potti, sem er þvert á það sem hefur gengið á í síðustu leikjum, þar sem spilararnir skiptast niður eftir þeim aukapökkum sem þeir hafa keypt. Nú eru allir með, alltaf. Þá er sniðugt hvað Dice er að gera varðandi aukaefni. Það er að láta útgáfu þess fylgja gangi seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú er bara hægt að spila sem Bretar og Þjóðverjar en það mun breytast. Fleiri fylkingum verður bætt við þegar líður á og sömuleiðis nýjum kortum, vopnum, skriðdrekum, flugvélum og vonandi bátum. Þetta kallar DICE; Tides of War. Ef við fáum ekki nýja útgáfu af Wake Island úr BF1942, eða eitthvað sambærilegt, verð ég brjálaður. Algerlega brjálaður, eins og Atli vinur minn. Gallinn við þetta fyrirkomulag er að við útgáfu leiksins er ekki nægjanlega mikið af borðum í BFV. Maður er alltaf að spila sömu borðin.BFV inniheldur stutta einspilun, sem er mjög töff en í rauninni ekkert annað en smá þjálfun. Conquest og Grand Operations er þó án efa það besta sem hægt er að spila í leiknum. Conquest snýst um að 64 spilarar etja kappi um að halda tilteknum svæðum og því fleiri svæðum sem annað liðið heldur, því hraðar tapar hitt liði lífum sínum. Grand Operations er svipað en þar þarf annað liðið að verjast af fullum krafti á meðan hinir sækja. Takist verjendum að verja svæðið sitt, fá hinir annað tækifæri en Grand Operations gerist í nokkrum lotum eftir því hvernig liðunum gengur. Bæði Conquest og Grand Operations innihalda skriðdreka, flugvélar og fleiri vopn sem spilarar geta notað. Ég kann líka vel að meta Domination. Það er í raun minni útgáfa af Conquest, þar sem færri spilara etja kappi á minna svæði. Þá er vert að taka fram að DICE ætlar einnig að bæta við svokölluðu Battle Royale í BFV, þar sem margir spilarar keppast sín á milli um hver getur staðið síðastur eftir. Það liggur þó ekki fyrir hvenær það verður eða hvernig BR verður útfært í Battlefield.Búið er að fækka meðlimum sveita úr fimm í fjóra en nú geta allir meðlimir sveitar komið hinum til bjargar. Ekki bara medic.Vísir/DICEAllt of margir að tjilla Að mínu viti eru of margir sem spila ekki eftir verkefnum hvers borðs fyrir sig og spila þess í stað of passívt. Halda sig baka til og reyna að skjóta menn á færi. Það er einfaldlega óþolandi að vera að sækja að einhverjum vígum hins liðsins og horfa upp á það að helmingur liðsins manns eru leyniskyttur og gera ekki neitt. Bara smá sem ég þurfti að koma frá mér og kemur leiknum sjálfum svo sem ekkert við. Afsakið. Vopn BFV eru ekki ósvipað vopnunum í BF1, síðasta leik sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni, en það sama má í rauninni segja um leikinn allan. Með því að nota tiltekin vopn mikið getur maður betrumbætt þau, sem skilar góðum árangri. Það er þó pirrandi að þurfa alltaf að hætta í því borði sem maður er í til að fiffa vopnin og gera margt fleira. Það kostar tíma og það er leiðinlegt að þurfa að hætta. Það að geta fiffað vopn BFV hefur þó eitt í för með sér sem mér þykir asnalegt. Það er að hver sem er getur notað öll vopn sem hann hefur opnað á, sama í hvaða liði hann er. Vopnin eru sum sé ekki bundin við fylkingar. Mér finnst eitthvað skrítið að vera Breti með vopn sem Þjóðverjar notuðu og öfugt.32 spilarar mæta 32 spilurum á vígvöllum Battlefield 5.Vísir/DICEÞó útgáfu BFV hafi verið frestað í mánuð, sem ég tel yfirleitt vera jákvætt, þá hefði líklegast þurft að fresta útgáfunni aðeins lengur. Leikurinn hefði haft gott af því. Við að kaupa eintak af BFV ertu ekki að kaupa leik til að spila nokkrum sinnum og leggja upp á hillu. Heppnist allt hjá DICE og EA geri ég ráð fyrir því að líftími þessa leiks verði mun lengri en annarra í seríunni.Samantekt-ish Battlefield leikir undanfarinna ára eiga það sameiginlegt að líta vel út og BF1 og BFV eiga ansi margt sameiginlegt sem snýr að spilun, útliti og öðru. Þó BFV sé augljóslega uppfærsla af BF1 er þó margt sem hefði verið hægt að gera betur. Leikurinn inniheldur ýmsa sjónræna galla, eins og að persónur eru að blikka inn og úr tilvist og jafnvel festast inn í veggjum (aðallega þó þegar maður er skotinn og að bíða eftir hjálp). Það verður þó að teljast jákvætt að DICE og EA eru engan veginn að reyna að fá spilara til að eyða raunverulegum peningum inn í leiknum og að allir spilarar munu hafa aðgang að öllu aukaefninu. Þá verður forvitnilegt að sjá hvernig Tides of War mun líta út og virka, því það er nauðsynlegt að bæta við kortum og fylkingum sem fyrst.Ég spilaði BFV á PC og eintakið fékk ég hjá innflytjendum leiksins.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira