Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 21:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50