Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 23:46 Kristinn Hrafnsson. Vísir Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48