„Á sviðinu í mjög flottum síðkjól og vera í raun eins og prinsessa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2018 10:00 Katrín fór út til Bangkok í morgun. Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín Lea og Manúela Ósk Harðardóttir héldu út í morgun en rætt var við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Katrín Lea er 19 ára og fæddist í Síberíu í Rússlandi og flutti til landsins þegar hún var 9 ára. Elena móðir hennar flutti til landsins fimm árum áður og bjó hún hjá ömmu sinni og afa í Rússlandi í fimm ár, á meðan móðir hennar kom sér fyrir hér á landi. „Ég man þegar ég fór sjálf út árið 2003 og tók þátt í Miss Universe fékk ég bara flugmiða í hendurnar og þurfti að sjá um þetta allt sjálf. Þetta er svo mikil vinna og svo mikill undirbúningur sem fylgir því að taka þátt í þessari keppni og maður vill gera það vel því það er bara eitt tækifæri,“ segir Manúela Ósk sem fer með Katrínu Leu út til að aðstoða hana í ferlinu.Hjálpar börnum á nýjum slóðum Katrín Lea hefur mikinn áhuga á innflytjendabörnum og leggur mikið upp úr því að aðstoða þau þegar þau eru að reyna koma sér fyrir á nýjum stað. Hún hafði stefnt að því lengi að taka þátt í Miss Universe keppninni og reyndi að taka þátt á sinum tíma en mátti ekki vera með. „Ég hef fylgst með Miss Universe í mörg ár alveg frá því að ég var pínulítil. Auðvitað langar manni að standa uppi á sviðinu í mjög flottum síðkjól og vera í raun eins og prinsessa. Þannig sá ég þetta þegar ég var lítil. Svo fór ég að fylgjast með þessu og þegar ég ákvað að sækja um komst ég ekki að því ég var of ung,“ segir Katrín sem reyndi þegar hún var 16 og 17 ára. „Ég hugsaði að þetta væri bara tákn fyrir mig og að ég þyrfti að undirbúa mig og svo kæmi að mér.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Katrínu Leu og Manúelu Ósk.Klippa: Ísland í dag - Keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í Tælandi Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Besta stúlka í heimi Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember. 5. nóvember 2018 16:30 Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi. 11. október 2018 12:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín Lea og Manúela Ósk Harðardóttir héldu út í morgun en rætt var við þær í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Katrín Lea er 19 ára og fæddist í Síberíu í Rússlandi og flutti til landsins þegar hún var 9 ára. Elena móðir hennar flutti til landsins fimm árum áður og bjó hún hjá ömmu sinni og afa í Rússlandi í fimm ár, á meðan móðir hennar kom sér fyrir hér á landi. „Ég man þegar ég fór sjálf út árið 2003 og tók þátt í Miss Universe fékk ég bara flugmiða í hendurnar og þurfti að sjá um þetta allt sjálf. Þetta er svo mikil vinna og svo mikill undirbúningur sem fylgir því að taka þátt í þessari keppni og maður vill gera það vel því það er bara eitt tækifæri,“ segir Manúela Ósk sem fer með Katrínu Leu út til að aðstoða hana í ferlinu.Hjálpar börnum á nýjum slóðum Katrín Lea hefur mikinn áhuga á innflytjendabörnum og leggur mikið upp úr því að aðstoða þau þegar þau eru að reyna koma sér fyrir á nýjum stað. Hún hafði stefnt að því lengi að taka þátt í Miss Universe keppninni og reyndi að taka þátt á sinum tíma en mátti ekki vera með. „Ég hef fylgst með Miss Universe í mörg ár alveg frá því að ég var pínulítil. Auðvitað langar manni að standa uppi á sviðinu í mjög flottum síðkjól og vera í raun eins og prinsessa. Þannig sá ég þetta þegar ég var lítil. Svo fór ég að fylgjast með þessu og þegar ég ákvað að sækja um komst ég ekki að því ég var of ung,“ segir Katrín sem reyndi þegar hún var 16 og 17 ára. „Ég hugsaði að þetta væri bara tákn fyrir mig og að ég þyrfti að undirbúa mig og svo kæmi að mér.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Katrínu Leu og Manúelu Ósk.Klippa: Ísland í dag - Keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í Tælandi
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Besta stúlka í heimi Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember. 5. nóvember 2018 16:30 Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi. 11. október 2018 12:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Besta stúlka í heimi Þegar Katrín Lea Elenudóttir er hamingjusöm líður henni eins og fegurstu fegurðardrottningu alheimsins. Hún er af rússneskum ættum og segist hafa trúað orðum móður sinnar að hún væri fegursta, duglegasta og langbesta barn í heimi. Hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe í desember. 5. nóvember 2018 16:30
Árin án móður sinnar í Rússlandi voru lærdómsrík Katrín Lea Elenudóttir var krýnd Miss Universe í ágúst en hún mun taka þátt í 67. Miss Universe keppninni í Bangkok í desember. Katrín er í fullum undirbúningi fyrir keppnina og er hún þriðji gestur Einkalífsins á Vísi. 11. október 2018 12:30