FME telur hugmynd formanns VR stangast á við lög Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 15:25 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, viðraði hugmyndir um að beita lífeyrissjóðum í yfirstandandi kjarabaráttu. Stöð 2 Fjármálaeftirlitið ýjar að því að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi feli í sér lögbrot.Í þættinum gaf Ragnar Þór Ingólfsson til kynna að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir.Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem það minnir á þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Sjá einnig: Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið minnir á þann lagaramma sem nær utan um starfsemi lífeyrissjóða.Vísir/vilhelmÞá er einnig minnt á að í sama lagabálki komi fram að stjórnir lífeyrissjóða setji þeim fjárfestingarstefnu og „ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.“ Fjármálaeftirlitinu sé að sama skapi falið að hafa eftirlit með því hvort að starfsemi lífeyissjóða sé, að einhverju leyti, „óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.“ Við mat á því styðjist eftirlitið við ákvæði laga um hlutafélög, þar sem segir að „[f]élagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“Sjá einnig: Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Að þessu útlistuðu segist Fjármálaeftirlitið telja að „að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst.“ Ekki verður annað úr þessu lesið en að hugmyndir formanns VR um að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttunni séu ólöglegar. Aðrir hafa tekið undir þessa útlistun eftirlitsins. Má þar til að mynda nefnda Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún sagði í samtali við Vísi í morgun að þau sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga, auk þess sem starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum. Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið ýjar að því að tillögur sem formaður VR viðraði í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi feli í sér lögbrot.Í þættinum gaf Ragnar Þór Ingólfsson til kynna að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðskerfinu til að knýja á um kröfum sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir.Fjármálaeftirlitið sendi frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem það minnir á þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Sjá einnig: Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar„Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi,“ segir í yfirlýsingunni og vísað til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið minnir á þann lagaramma sem nær utan um starfsemi lífeyrissjóða.Vísir/vilhelmÞá er einnig minnt á að í sama lagabálki komi fram að stjórnir lífeyrissjóða setji þeim fjárfestingarstefnu og „ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.“ Fjármálaeftirlitinu sé að sama skapi falið að hafa eftirlit með því hvort að starfsemi lífeyissjóða sé, að einhverju leyti, „óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.“ Við mat á því styðjist eftirlitið við ákvæði laga um hlutafélög, þar sem segir að „[f]élagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.“Sjá einnig: Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Að þessu útlistuðu segist Fjármálaeftirlitið telja að „að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst.“ Ekki verður annað úr þessu lesið en að hugmyndir formanns VR um að beita lífeyrissjóðum í kjarabaráttunni séu ólöglegar. Aðrir hafa tekið undir þessa útlistun eftirlitsins. Má þar til að mynda nefnda Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanns stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Hún sagði í samtali við Vísi í morgun að þau sem tilnefna fólk í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Stjórnarmenn hafi það hlutverk að gæta einungis hagsmuna sjóðsfélaga, auk þess sem starfsemi sjóðanna sé bundin í lög og lífeyrissjóðir starfi samkvæmt lögum.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30 Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30 Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir lífeyrissjóðina ekki mega stjórnast af þvingunum Lífeyrissjóðirnir myndu bregðast lögbundnu hlutverki sínu ef skrúfað yrði fyrir fjárfestingar. 28. nóvember 2018 11:30
Hugmyndir formanns VR um lífeyrissjóðina leggjast illa í SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það ekki liðka fyrir samningum að forysta verkalýðshrefingarinnar hóti að beina því til lífeyrissjóða að frysta fjárfestingar á meðan samningar séu lausir. 28. nóvember 2018 14:30
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50