„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:42 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að málið verði rætt á vettvangi þingsins. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. Kveðst Steingrímur eiga von á því að ræða málið á fundum með formönnum þingflokka sem og í forsætisnefnd Alþingis. „Þannig að ég geri nú ráð fyrir því að þetta verði á dagskrá reglubundinna funda okkar á mánudaginn. Það er allavega ekki búið að ákveða neitt annað ennþá,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið, annað en hið augljósa: „Ég er í jafnmiklu áfalli og aðrir yfir því að sjá þetta skelfilega orðbragð, sem er auðvitað óafsakanlegt og óverjandi, og það er sérstaklega dapurlegt hvernig fjallað er þarna um konur. Að öðru leyti bið ég fólk um að hafa skilning á því að ég vil sem minnst segja fyrr en við erum búin að fara betur yfir það hvernig viðbrögð verða.“ Þær þingkonur sem rætt er um á upptökunni hittust á fundi á Alþingi núna upp úr klukkan 11:30. Þær þingkonur sem voru sérstaklega á milli tanna þingmannanna Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar voru þær Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá er ung Sjálfstæðiskona nefnd á upptökunni og hún sögð sæt stelpa sem farið væri að falla á en samkvæmt heimildum Vísis er það Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira