Fólk þurfi að axla ábyrgð á eigin gjörðum og ummælum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:58 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélagsins. Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir upp á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. Hann segir að blaðamenn vinni samkvæmt sínum heimildum og meti hverju sinni hvort mál eigi erindi við almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í yfirlýsingu í gær að það alvarlegasta við umfjöllun upp úr upptökunni á Klaustur bar væri að farið sé að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson komu einnig inn á það í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun og veltu því upp hvort umfjöllun fjölmiðla úr slíkum upptökum væri réttmæt. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónverndar segir að almenna reglan sé að fólk eigi að vita hvort það sé í upptökum. „Það er það sem nýja persónuverndarlöggjöfin á að reyna að ná yfir. Öll þessi internettengdu tæki sem eru í kringum okkur og hafa alls kyns getu til vinnslu persónuupplýsinga. Hljóð er eitt af því. Almenna línan er sú að við verðum að vita hvort við séum í hljóðupptöku. Ef einhver ákveður að taka upptöku af öðrum án þess að láta vita af því þá er spurning hvort að ákvæði hegningarlaga geti átt við í máli þess sem tekur upp með leynd,“ segir Helga í samtali við Vísi. „Að sama skapi þá skiptir líka máli hvort upptakan sé á einkaheimili eða eitthvað er tekið upp á almannafæri. Ef fólk talar hátt um hluti sem fólk vill ekki að þoli dagsins ljós. Þá ber það ákveðna ábyrgð á því mögulega líka.“Spurning hvernig þingmönnum finnst við hæfi að haga sér á almannafæri Hún bendir á að á almannafæri sé til að mynda ríkari réttur til myndatöku af fólki ef það er tekið upp sem hópur. Þá sé einnig spurning um það hvernig fólk komi fram sem einstaklingar og hvernig það hagar sér. „Á opinberum starfsmönnum hvílir skylda um það hvernig þeir eigi að koma fram í vinnu og utan vinnu. Það er ákveðin hegðun sem opinberum starfsmönnum er skylt að sýna samkvæmt lögum. Þá er spurningin hvar standa siðareglur þingmanna og hvernig finnst þingmönnum við hæfi að haga sér á almannafæri? Ef þeir tjá sig þannig að það þyki vera fréttaefni þá erum við komin í það sem er stjórnarskrárvarið líka, sem er tjáningarfrelsi,“ segir Helga. „Þannig að ef opinber persóna, og það er það sem skiptir kannski helstu máli hér, að ef opinber persóna eins og þjóðkjörinn þingmaður talar á almannafæri þannig að aðrir heyra þá hafa fjölmiðlar mat um það hvað á erindi til almennings og hvað ekki. Það er fullt af breytum í þessu.“Ekki annarra að bera ábyrgð Hún segir að sá sem hafi tekið upp samtalið, ef það næst í viðkomandi, geti hann borið ábyrgð samkvæmt, hegningarlögum, fjarskiptalögum og mögulega samkvæmt persónuverndarlögum. „En aftur, opinber persóna eða Jón Jónsson? Ef það er opinber persóna sem talar glæfralega á almannafæri þannig að erindi þykir til almennings. Það er ljóst að opinberar persónur þurfa að þola meiri rýni en aðrir. Þetta er mat á mat ofan og alls ekki ljóst hvaða vægi hvað á að hafa. Það eru alls konar sjónarmið sem þarf að taka mið af við svona aðstæður,“ segir Helga. „Fólk þarf að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Það er ekki annarra að gera það.“ Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var staddur erlendis þegar blaðamaður náði af honum tali og hafði ekki náð að kynna sér málið til hlítar. Hann sagði þó að meginatriðið væri að menn ættu að gæta orða sinna. „Ég held að það sé aðalatriðið. Að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvort einhver sé að taka þá upp ef menn kunna sér hóf í orðavali ég held að það sé lykilatriðið og menn ættu nú bara að líta í eigin barm,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. „Blaðamenn auðvitað vinna samkvæmt sínum heimildum og ef þetta varðar almannahag þá er eðlilegt að menn skrifi um það. Það er mitt viðhorf.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir það skipta máli þegar samtöl fólks séu tekin upp hvort um sé að ræða opinbera persónu eða meðaljón og hvort upptakan sé á einkaheimili eða hlutir séu teknir upp á almannafæri. Formaður Blaðamannafélagsins bendir fólki á að gæta orða sinna og líta í eigin barm. Hann segir að blaðamenn vinni samkvæmt sínum heimildum og meti hverju sinni hvort mál eigi erindi við almenning. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í yfirlýsingu í gær að það alvarlegasta við umfjöllun upp úr upptökunni á Klaustur bar væri að farið sé að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna. Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson komu einnig inn á það í viðtali í Morgunútvarpinu í morgun og veltu því upp hvort umfjöllun fjölmiðla úr slíkum upptökum væri réttmæt. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónverndar segir að almenna reglan sé að fólk eigi að vita hvort það sé í upptökum. „Það er það sem nýja persónuverndarlöggjöfin á að reyna að ná yfir. Öll þessi internettengdu tæki sem eru í kringum okkur og hafa alls kyns getu til vinnslu persónuupplýsinga. Hljóð er eitt af því. Almenna línan er sú að við verðum að vita hvort við séum í hljóðupptöku. Ef einhver ákveður að taka upptöku af öðrum án þess að láta vita af því þá er spurning hvort að ákvæði hegningarlaga geti átt við í máli þess sem tekur upp með leynd,“ segir Helga í samtali við Vísi. „Að sama skapi þá skiptir líka máli hvort upptakan sé á einkaheimili eða eitthvað er tekið upp á almannafæri. Ef fólk talar hátt um hluti sem fólk vill ekki að þoli dagsins ljós. Þá ber það ákveðna ábyrgð á því mögulega líka.“Spurning hvernig þingmönnum finnst við hæfi að haga sér á almannafæri Hún bendir á að á almannafæri sé til að mynda ríkari réttur til myndatöku af fólki ef það er tekið upp sem hópur. Þá sé einnig spurning um það hvernig fólk komi fram sem einstaklingar og hvernig það hagar sér. „Á opinberum starfsmönnum hvílir skylda um það hvernig þeir eigi að koma fram í vinnu og utan vinnu. Það er ákveðin hegðun sem opinberum starfsmönnum er skylt að sýna samkvæmt lögum. Þá er spurningin hvar standa siðareglur þingmanna og hvernig finnst þingmönnum við hæfi að haga sér á almannafæri? Ef þeir tjá sig þannig að það þyki vera fréttaefni þá erum við komin í það sem er stjórnarskrárvarið líka, sem er tjáningarfrelsi,“ segir Helga. „Þannig að ef opinber persóna, og það er það sem skiptir kannski helstu máli hér, að ef opinber persóna eins og þjóðkjörinn þingmaður talar á almannafæri þannig að aðrir heyra þá hafa fjölmiðlar mat um það hvað á erindi til almennings og hvað ekki. Það er fullt af breytum í þessu.“Ekki annarra að bera ábyrgð Hún segir að sá sem hafi tekið upp samtalið, ef það næst í viðkomandi, geti hann borið ábyrgð samkvæmt, hegningarlögum, fjarskiptalögum og mögulega samkvæmt persónuverndarlögum. „En aftur, opinber persóna eða Jón Jónsson? Ef það er opinber persóna sem talar glæfralega á almannafæri þannig að erindi þykir til almennings. Það er ljóst að opinberar persónur þurfa að þola meiri rýni en aðrir. Þetta er mat á mat ofan og alls ekki ljóst hvaða vægi hvað á að hafa. Það eru alls konar sjónarmið sem þarf að taka mið af við svona aðstæður,“ segir Helga. „Fólk þarf að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Það er ekki annarra að gera það.“ Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var staddur erlendis þegar blaðamaður náði af honum tali og hafði ekki náð að kynna sér málið til hlítar. Hann sagði þó að meginatriðið væri að menn ættu að gæta orða sinna. „Ég held að það sé aðalatriðið. Að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvort einhver sé að taka þá upp ef menn kunna sér hóf í orðavali ég held að það sé lykilatriðið og menn ættu nú bara að líta í eigin barm,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. „Blaðamenn auðvitað vinna samkvæmt sínum heimildum og ef þetta varðar almannahag þá er eðlilegt að menn skrifi um það. Það er mitt viðhorf.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Telur að brotist hafi verið inn í síma eða hlerunarbúnaði beitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem sátu á hótelbar í miðborg Reykjavíkur þann 20. nóvember, eða hlerunarbúnaði beitt. 28. nóvember 2018 23:11