„Maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 15:18 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. vísir/hanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að þeir þingmenn sem heyrast tala með niðrandi hætti um kollega sína á þingi á upptökum af Klaustur Bar fyrr í mánuðinum ættu virkilega að skoða hug sinn gagnvart því að segja af sér þingmennsku. Hún veltir því hins vegar fyrir sér hvar mörkin liggja inni á þingi varðandi það að sitjast sem fastast í sínum stól. „Mér finnst að þeir eigi virkilega að skoða sinn hug gagnvart því en ég sé dómsmálaráðherra sem skipar ólöglega í dómarastöður og dettur ekki í hug að segja af sér. Ég veit ekki hvenær það er komið að þeim tímapunkti að fólk ákveður að víkja af sínum stóli hér ef við eigum að bera hlutina saman, maður veit eiginlega ekki hvar mörkin liggja hérna,“ sagði Þórhildur Sunna í samtali við Sighvat Jónsson, fréttamann, á Alþingi fyrr í dag. Sighvatur ræddi einnig við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en samflokksmenn hennar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru á meðal þingmannanna sex sem heyrast á upptökunni. Karl Gauti heyrist meðal annars segja að Inga geti ekki stjórnað. Spurð út í þau ummæli sagði Inga Karl Gauta eitthvað hafa misskilið hvað hún væri klár stjórnandi. Hún tók fram að hann hefði beðist afsökunar á ummælum sínum og hún trúi því. „Ég veit ekki betur en að við séum fínasta fjölskylda í Flokki fólksins.“En er nóg að biðjast afsökunar? „Nei, það er engan veginn, ekki þannig lagað séð. Þó að ég sé seinþreytt til vandræða og mun náttúrulega taka mark á því þegar ég er beðin afsökunar ef ég held og trúi að það sé gert af heilum hug. En við eigum siðanefnd hérna og það er kannski nákvæmlega svona mál sem eru í rauninni grafalvarlega og kasta mikilli rýrð á okkur og trúverðugleika löggjafans,“ sagði Inga og bætti því við að málið kallaði ef til vill á það að kalla saman siðanefnd Alþingis. Aðspurð hvort hún teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér sagðist Inga ekki ætla að dæma um það. „Það lýsir þá þeirra siðferði, hvað þeim finnst um slíkt. Ég er ekki einu sinni búin að kynna mér allt það sem fer þarna fram og mér skilst að þetta eigi eftir að koma hér meira fram í ljós í dag og kannski á morgun. [...] Ég er svona að átta mig á þessu og stjórnin okkar kemur saman í dag og Flokkur fólksins og grasrótin, við tökum sameiginlega á svona uppákomu.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að hann teldi að þingmennirnir ættu að segja af sér. Auk þeirra Karls Gauta og Ólafs er um að ræða þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, er einn þeirra sem þingmennirnir ræða um með niðrandi hætti. Í samtali við Stundina sagðist hún ekki sjá fyrir sér hvernig þessir menn sitji áfram á Alþingi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01 Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Reiknar með að sleppa áfenginu í veislunni á Bessastöðum í kvöld Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segist ekki vera viss um að nokkur þeirra þingmanna sem náðust á upptöku tala tæpitungulaust um kollega sína á Alþingi eigi við áfengisvandamál að stríða. 29. nóvember 2018 14:01
Segir einkennilegt að þingmennirnir íhugi ekki afsögn Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt í heimspeki við Háskóla Íslands, segir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins, sem fór fram á barnum Klaustur fyrr í mánuðinum, varpi ljósi á það að kjörnir fulltrúar virðist ekki alveg skilja hvaða skyldur fylgi því hlutverki. 29. nóvember 2018 14:00
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21