Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 12:00 Jonni hefur áhyggjur af stöðu mála í kvennalandsliðinu s2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina Dominos-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira