Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 12:00 Jonni hefur áhyggjur af stöðu mála í kvennalandsliðinu s2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina Dominos-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina
Dominos-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira