Segir lögreglu hafa farið offari í meðferð á sykursjúkum dreng Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á. Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira
Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á.
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Sjá meira