Fylgjast þarf vel með náttúrunni á Þingvöllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie. Þjóðgarðar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Ný sýn og ný nálgun í náttúruvernd og þjóðgarður á miðhálendinu og tækifærin þar voru til umræðu á Umhverfisþingi sem haldið var fyrir helgi. Þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðastofnuninni segir að fylgjast þurfi vel með þeirri fjölgun ferðamanna sem hefur orðið í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Lizzie Watts þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðsstofnuninni fjallaði um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum í erindi sínu á Umhverfisþingi í síðustu viku, en hún segir samstarfið mikilvægt. Í vikunni skoðaði hún þjóðgarðinn á Þingvöllum en hún segir að skoða þurfi hvern og einn þjóðgarð sem mismunandi hætti út frá sérstöðu þeirra. Hún bætir því við að Íslendingar hafa einstaka nálgun með sínum tækifærum með sögunni og náttúrunni í þjóðgarðinum. „Það sem við sjáum í ferðamennskunni, bæði í Bandaríkjunum og hér, er að sumir staðir eru heimsóttir gríðarlega mikið og við verðum að horfa öðruvísi á þá, við verðum að finna út umferðarleiðir og mál sem hafa áhrif á nágrannana auk fólksins innan garðanna sjálfra, sem snart mig í gær var hve mikilvægur staðurinn sem við heimsóttum var. Þar var þjóðgarðsvörður sem er fæddur og uppalinn á Íslandi sem útskýrði sögu Íslands á þessum helga stað. Þess vegna finnst manni að maður skilji Ísland og það er sérstakt,“ sagði Lizzie.Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá bandarísku þjóðgarðstofnuninniVísir/JóiKMikilvægt að fylgjast með á Þingvöllum Lizzie segir alla þjóðgarða hafa sinn sjarma, sína leyndardóma og aðdráttarafl sem oftar en ekki er byggt á sögunni. Hún segir ástæðu til þess að fylgjast vel með þjóðgarðinum á Þingvöllum með tilliti til náttúruverndar vegna þeirrar aukningar í komu ferðamanna á svæðið á stuttum tíma. „Hluti af því sem gerir Ísland sérstakt er upplifunin á því sem maður kemur til að sjá. Að tryggja að allir fái þessa upplifun er það sem fær fólk til að koma aftur. Ég er verndarsinni svo mér finnst við alltaf eiga að hafa þá afstöðu. En mér finnst þetta mikilvægt því þetta eru þær auðlindir sem við eftirlátum börnunum okkar, þetta er það sem við eftirlátum barnabörnunum okkar og án þess missum við þetta fyrir okkur sjálf,“ sagði Lizzie.
Þjóðgarðar Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira