Vinnuvikan ekki eins stutt og SA fullyrðir segir forseti ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2018 13:57 "Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00
OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00