Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 21:00 Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann. Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann.
Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00