Sendiherra ESB á Íslandi: „Alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 21:00 Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Vísir Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann. Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Sjá meira
Sendiherra ESB á Íslandi segir að ótrúlegum rangfærslum hafa verið haldið fram um þriðja orkupakkann. Hafni Íslendingar orkupakkanum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þriðji orkupakki Evrópusambandsins verður tekinn fyrir á Alþingi í febrúar. Á grundvelli EES-samningsins innleiddi Ísland bæði fyrsta og annan raforkupakka Evrópusambandsins fyrir allmörgum árum síðan svo íslensk raforkulöggjöf byggir þegar á þeirri evrópsku. Meðal þess sem kveðið er á um í þriðja pakkanum eru reglur um aðgreiningu flutningsfyrirtækja frá framleiðslu- og sölufyrirtækjum raforku, reglur um landbundið eftirlit sem í tilfelli Íslands myndi falla í hlut Orkustofnunar og stofnun samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, en eftirlitsstofnun EFTA færi með hlutverk hennar í tilfelli EES-ríkjanna. „Hann opnar ekki á neinn hátt íslenska markaðinn fyrir utanaðkomandi aðilum, hann leyfir ekki fjárfestum að koma inn svo að mestur hluti laganna á ekki við á Íslandi,” segir Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi í samtali við fréttastofu.Gæti grafið undan EES-samningnum Gagnrýnendur hafa einhverjir haldið því fram að innleiðingin hafi í för með sér framsal á fullveldi til Evrópustofnanna og að Íslandi yrði gert að tengjast innri markaði um sæstreng, því vísar sendiherrann alfarið á bug. Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík hefur einnig haldið því sama fram og í úttekt sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið er komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing orkupakkans muni ekki hafa í för með sér teljandi áhrif á íslenskan raforkumarkað eða framsal fullveldis yfir náttúruauðlindum.En hvaða afleiðingar hefði það í för með sér fyrir EES-samstarfið ef svo færi að Alþingi samþykki ekki innleiðinguna? „Í versta falli myndi sá hluti EES-samningsins sem lýtur að þessu verða óvirkur og það gæti grafið undan EES-samningnum svo þetta hugsanlega vandamál er tiltölulega alvarlegt og þetta er allt út af einhverju sem breytir alls engu fyrir Ísland svo við skiljum ekki af hverju þessi mikla andstaða er fyrir hendi því í innihaldinu er alls ekki neitt fyrir Íslendinga að óttast,” segir Mann.
Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir „Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20 Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00 Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Sjá meira
„Við treystum á Ísland” Norskur lagaprófessor segist vona að Íslendingar hafni þriðja orkupakkanum svokallaða en það muni leiða til þess að Noregur samþykki hann ekki heldur. Ekki eru allir sammála gagnrýni prófessorsins en höfundur greinagerðar um áhrif orkupakkans telur að innleiðing hans hér á landi feli ekki í sér grundvallarfrávik frá núverandi stefnu í raforkumálum. 22. október 2018 20:20
Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. 13. nóvember 2018 08:00
Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 10. nóvember 2018 08:00