Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2018 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er sem fyrr ekki hrifinn af ananas á pizzu og mælir með fiskmeti. vísir/garðar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.Vísir greindi frá ummælum Guðna á sínum tíma en þau voru látin falla er forsetinn var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar árið 2017. Þar ávarpaði hann nemendur á sal þar sem hann fékk spurningu um hver afstaða hans væri til ananas sem álegg á pítsur. Sagðist Guðni alfarið vera á móti ananas á pizzum og bætti við að ef hann gæti sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur. Ummæli Guðna fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina og fjallað var um þau í fjölmörgum erlendum miðlum. Gekk málið svo langt að Guðni sá sig knúinn til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki í aðstöðu til þess að setja lög til þess að banna ananas á pítsur, né hefði hann áhuga á því að vera forseti, hefði hann slík völd. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962.Vísir/Getty Í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu rifjaði Guðni upp lætin í kringum þetta mál.„Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi Guðni í viðtali við Carol Off, sem stýrir þættinum en spjall þeirra var á léttu nótunum. Off hóf viðtalið á því á spyrja Guðna hreint út hvað hann hefði á móti ananas á pítsum.„Ég hef ekkert á móti ananas en þegar hann er settur á pítsur verður hann svampkenndur,“ sagði Guðni og bætti við að þegar fjölskylda hans pantaði pítsu með ananas endaði það yfirleitt með að ananasinn væri týndur af.Málið þótti sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd þar. Á meðal þeirra sem tjáði sig um málið á sínum tíma var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananas sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Sam Panopoulos, maðurinn sem almennt er talið að hafi fundið upp Havaí-pítsuna svokölluðu, pítsu með ananas, tjáði sig einnig um málið á sínum tíma í viðtali vip sama útvarpsþátt og rætt var við Guðna í gær.Þar vitnaði hann í áðurnefnda yfirlýsingu Guðna, þar sem forsetinn mælti með því að setja fiskmeti og aðra sjávarrétti, á pítsur. Sagði Panopoulos að það væri augljóslega til marks um það að Guðni væri í bullandi hagsmunagæslu fyrir Íslands, enda sjávarútvegur lykilatvinngrein á Íslandi.„Ég held að Sam Panopolous hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Íslendingar reiða sig á sjávarútveg og ef allir myndu setja fiskmeti og sjávarrétti á pítsur væri það mjög gott,“ sagði Guðni og hló.„Bíddu nú við, ertu að viðurkenna að þú sér í vasanum á sjávarútvegsfyrirtækum,“ spurði Off þá.„Nei, ég myndi nú ekki ganga svo langt. En í allri hreinskilni, fiskmeti og sjávarréttir á pítsur er mjög gott. Þú ættir að prófa það,“ svaraði Guðni.Í viðtalinu, sem hlusta má á hér, kemur meðal annars fram að Guðni hafi sent fjölskyldu Panopoulos samúðarkveðjur er hann lést á síðasta ári, auk þess sem að Guðni segir að honum hafi borist fjölmargar stuðningskveðjur úr öllum heimshornum vegna málsins, en einkum og sér í lagi frá Ítalíu, heimalandi pítsunnar. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.Vísir greindi frá ummælum Guðna á sínum tíma en þau voru látin falla er forsetinn var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar árið 2017. Þar ávarpaði hann nemendur á sal þar sem hann fékk spurningu um hver afstaða hans væri til ananas sem álegg á pítsur. Sagðist Guðni alfarið vera á móti ananas á pizzum og bætti við að ef hann gæti sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur. Ummæli Guðna fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina og fjallað var um þau í fjölmörgum erlendum miðlum. Gekk málið svo langt að Guðni sá sig knúinn til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki í aðstöðu til þess að setja lög til þess að banna ananas á pítsur, né hefði hann áhuga á því að vera forseti, hefði hann slík völd. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962.Vísir/Getty Í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu rifjaði Guðni upp lætin í kringum þetta mál.„Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi Guðni í viðtali við Carol Off, sem stýrir þættinum en spjall þeirra var á léttu nótunum. Off hóf viðtalið á því á spyrja Guðna hreint út hvað hann hefði á móti ananas á pítsum.„Ég hef ekkert á móti ananas en þegar hann er settur á pítsur verður hann svampkenndur,“ sagði Guðni og bætti við að þegar fjölskylda hans pantaði pítsu með ananas endaði það yfirleitt með að ananasinn væri týndur af.Málið þótti sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd þar. Á meðal þeirra sem tjáði sig um málið á sínum tíma var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananas sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Sam Panopoulos, maðurinn sem almennt er talið að hafi fundið upp Havaí-pítsuna svokölluðu, pítsu með ananas, tjáði sig einnig um málið á sínum tíma í viðtali vip sama útvarpsþátt og rætt var við Guðna í gær.Þar vitnaði hann í áðurnefnda yfirlýsingu Guðna, þar sem forsetinn mælti með því að setja fiskmeti og aðra sjávarrétti, á pítsur. Sagði Panopoulos að það væri augljóslega til marks um það að Guðni væri í bullandi hagsmunagæslu fyrir Íslands, enda sjávarútvegur lykilatvinngrein á Íslandi.„Ég held að Sam Panopolous hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Íslendingar reiða sig á sjávarútveg og ef allir myndu setja fiskmeti og sjávarrétti á pítsur væri það mjög gott,“ sagði Guðni og hló.„Bíddu nú við, ertu að viðurkenna að þú sér í vasanum á sjávarútvegsfyrirtækum,“ spurði Off þá.„Nei, ég myndi nú ekki ganga svo langt. En í allri hreinskilni, fiskmeti og sjávarréttir á pítsur er mjög gott. Þú ættir að prófa það,“ svaraði Guðni.Í viðtalinu, sem hlusta má á hér, kemur meðal annars fram að Guðni hafi sent fjölskyldu Panopoulos samúðarkveðjur er hann lést á síðasta ári, auk þess sem að Guðni segir að honum hafi borist fjölmargar stuðningskveðjur úr öllum heimshornum vegna málsins, en einkum og sér í lagi frá Ítalíu, heimalandi pítsunnar.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20