Valsmenn semja við bestu körfuboltakonu landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2018 12:15 Helena Sverrisdóttir í Valsbúningnum í dag. Vísir/Vlhelm Helena Sverrisdóttir hefur samið við Val og mun spila með Hlíðarendaliðinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta í vetur. Valsmenn héldu blaðamannafund í hádeginu þar sem þeir tilkynntu um komu Helenu Sverrisdóttur. Þetta eru ein allra stærstu félagsskiptinn í kvennakörfunni í langan tíma en flestir bjuggust við því að Helena færi aftur í Hauka þegar kom í ljós að hún væri að koma heim frá Ungverjalandi. Helena Sverrisdóttir mun því spila við hlið systur sinnar. Guðbjörg Sverrisdóttir, yngri systir Helenu, er fyrirliði Valsliðsins, en þær hafa ekki spilað í sama félagi í áratug eða síðan að Helena fór út í háskólanám haustið 2007. Helena er fyrirliði íslenska landsliðsins og hefur verið besta körfuboltakona landsins í meira en áratug. Engin önnur kona hefur sem dæmi náð að skora yfir þúsund stig fyrir íslenska landsliðið. Helena var valin besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili þegar hún var með 19,7 stig, 13,4 fráköst og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þetta var í fimmta sinn sem hún er kosin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna en hún hlaut einnig þessi verðlaun 2005, 2006, 2007 og 2016. Helena var með glæsilega þrennu að meðaltali í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í vor þar sem Haukar unnu Val og urðu Íslandsmeistarar. Í úrslitaleikjunum fimm var Helena með 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena Sverrisdóttir spilaði með ungverska liðinu VBW CEKK Cegléd í vetur en Ungverjarnir stóðu ekki við sitt og Helena ákvað að koma heim. Helena var með 14,3 stig að meðaltali í ungversku deildinni en hún skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Cegléd. Valskonur hafa ekki verið alltaf sannfærandi í upphafi tímabilsins þrátt fyrir miklar væntingar. Liðið vann síðasta leik en er í 5. sæti með 3 sigra og 5 töp. Það er ljóst að með komu Helenu eru liðið orðið líklegt til afreka í vetur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hefur samið við Val og mun spila með Hlíðarendaliðinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta í vetur. Valsmenn héldu blaðamannafund í hádeginu þar sem þeir tilkynntu um komu Helenu Sverrisdóttur. Þetta eru ein allra stærstu félagsskiptinn í kvennakörfunni í langan tíma en flestir bjuggust við því að Helena færi aftur í Hauka þegar kom í ljós að hún væri að koma heim frá Ungverjalandi. Helena Sverrisdóttir mun því spila við hlið systur sinnar. Guðbjörg Sverrisdóttir, yngri systir Helenu, er fyrirliði Valsliðsins, en þær hafa ekki spilað í sama félagi í áratug eða síðan að Helena fór út í háskólanám haustið 2007. Helena er fyrirliði íslenska landsliðsins og hefur verið besta körfuboltakona landsins í meira en áratug. Engin önnur kona hefur sem dæmi náð að skora yfir þúsund stig fyrir íslenska landsliðið. Helena var valin besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili þegar hún var með 19,7 stig, 13,4 fráköst og 8,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þetta var í fimmta sinn sem hún er kosin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna en hún hlaut einnig þessi verðlaun 2005, 2006, 2007 og 2016. Helena var með glæsilega þrennu að meðaltali í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í vor þar sem Haukar unnu Val og urðu Íslandsmeistarar. Í úrslitaleikjunum fimm var Helena með 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena Sverrisdóttir spilaði með ungverska liðinu VBW CEKK Cegléd í vetur en Ungverjarnir stóðu ekki við sitt og Helena ákvað að koma heim. Helena var með 14,3 stig að meðaltali í ungversku deildinni en hún skoraði 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Cegléd. Valskonur hafa ekki verið alltaf sannfærandi í upphafi tímabilsins þrátt fyrir miklar væntingar. Liðið vann síðasta leik en er í 5. sæti með 3 sigra og 5 töp. Það er ljóst að með komu Helenu eru liðið orðið líklegt til afreka í vetur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira