Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 19:30 Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög." Smálán Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög."
Smálán Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira