Eins og jólasveinninn á sterum Vera Einarsdóttir skrifar 6. desember 2018 12:00 Þetta árið verður fjölskyldan öll í samstæðum jólanáttfötum. Hér er Hrönn með dótturinni Emblu Ýri og hundinum Gizmó. Eiginmaðurinn Sæþór var fjarri góðu gamni þegar ljósmyndarann bar að garði. Myndir/Sigtryggur Ari Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt. Hrönn er bloggari hjá Fagurkerar.is og fasteignasali hjá fasteignasölunni Mikluborg og alger jólabrjálæðingur að eigin sögn. „Ég skreyti brjálæðislega. Meira að segja bíllinn fær hreindýrshorn og -nef.“ Hrönn geymir jólaskrautið í 130 lítra plastkössum úr IKEA og reiknast svo til að hún eigi um 780 lítra af jólaskrauti. „Það fer eiginlega bara öll geymslan undir þetta. Við erum sem betur fer með bílskúr og þar fær annað geymsludót að vera,“ segir Hrönn og hlær. Hrönn gerir kynstrin öll af konfekti sem hún setur í fallegar öskjur og keyrir út til vina og vandamanna fyrir jól. Öskjurnar kaupir hún á Ali Express. Hún föndrar kransa á allar hurðir heimilisins og gerði yfir 900 konfektmola í fyrra sem hún setti í öskjur og færði vinum og vandamönnum. „Það hef ég gert í mörg ár og finnst góður siður. Við fjölskyldan klæðum okkur upp í jólaföt, sem við eigum í talsverðu úrvali, skellum hreindýrshornunum á bílinn og keyrum konfektið út en það er kærkomin leið til að heilsa upp á fólkið sitt. Þá finnst mér áberandi hvað fólk í umferðinni verður ánægt með að sjá svona skrautlegan bíl. Það veifar og hleypir okkur meira að segja fram fyrir,“ segir Hrönn. Hrönn á tæplega tveggja ára dóttur, Emblu Ýri, sem upplifði sín fyrstu jól í fyrra. „Ég missti mig aðeins í kringum það og ég held að hún hafi átt ein sex jólanáttföt til skiptanna. Þetta árið ákvað ég svo að kaupa samstæð náttföt á alla fjölskylduna og gat meira að segja fengið á hundinn líka,“ segir Hrönn sem fékkst til að skella sér í þau fyrir blaðið, ásamt hundinum og Emblu. Eiginmaðurinn, Sæþór Fannberg, var hins vegar að heiman og slapp með skrekkinn. Hrönn heldur úti vinsælu snappi undir notendanafninu hronnbjarna þar sem hún sýnir frá heimilislífinu og gefur hugmyndir að ýmiss konar skrauti og skipulagi. Aðspurð segist Hrönn kaupa megnið af jóladótinu á AliExpress og að starfsfólk Póstsins sé farið að þekkja hana. Hún setur jólaver utan um alla púða heimilisins, er með jólarúmföt og meira að segja baðherbergið er skreytt. „Ég er voðalega amerísk í mér og held til að mynda alltaf þakkargjörðarboð eða „thanksgiving“ í lok nóvember fyrir útvalda vini en við köllum það „friendsgiving“ og endum kvöldið á að fara í alls kyns leiki,“ segir Hrönn en hún reynir yfirleitt að vera búin að skreyta fyrir það. „Þá er ég með danskt julefrukost-boð í desember fyrir annan vinahóp þar sem boðið er upp á hreindýrabollur, lax, pate, heitreykt nautakjöt og gæsabringur svo eitthvað sé nefnt,“ upplýsir Hrönn og þrætir ekki fyrir að það sé gaman að þekkja hana í kringum jólin. „Ég minni örugglega á jólasveininn á sterum í Disneylandi á þessum tíma árs,“ segir hún og hlær. Sjá einnig: Toblerone-ís fyrir tólf Hrönn sendir líka fjöldann allan af jólakortum. „Í fyrra voru fyrstu jólin hennar Emblu og þá held ég að ég hafi sent 93 jólakort með myndum af henni. Ég fékk hins vegar bara átta til baka en mér er alveg sama. Mér finnst þetta svo skemmtileg hefð.“ Embla Ýr á nokkur jólanáttföt til skiptanna. Hrönn segir eiginmanninn farinn að hafa lúmskt gaman af jólabrjálæðinu en hann var ekki mikill jólamaður fyrir. „Hann starfar á lögmannsstofunni Local og þar er sem betur fer mikið af jólabörnum að störfum. Hann sleppur því eiginlega hvergi undan þessu en ég viðurkenni þó að hann finnur til ákveðins léttis þegar jólaskrautið er farið niður og hann þarf ekki að mæta með glimmer í fötunum í vinnuna en það smitast auðvitað út um allt.“ En færðu ekki tómleikatilfinningu þegar jólin taka enda? „Jú, vissulega, og þess vegna reyni ég að fara til útlanda í janúar. Þá hef ég eitthvað að hlakka til. Svo er líka alltaf ákveðinn léttir að taka skrautið niður og yfirleitt líður mér eins og íbúðin mín hafi stækkað um 20 fermetra. Eins er ágætt að geta opnað dyr án þess að kransarnir slengist í mann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Toblerone-ís fyrir tólf Uppskriftin dugir vel fyrir tólf og ísinn er bestur með jarðarberjum og þeyttum rjóma. 6. desember 2018 12:00 Mest lesið Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt. Hrönn er bloggari hjá Fagurkerar.is og fasteignasali hjá fasteignasölunni Mikluborg og alger jólabrjálæðingur að eigin sögn. „Ég skreyti brjálæðislega. Meira að segja bíllinn fær hreindýrshorn og -nef.“ Hrönn geymir jólaskrautið í 130 lítra plastkössum úr IKEA og reiknast svo til að hún eigi um 780 lítra af jólaskrauti. „Það fer eiginlega bara öll geymslan undir þetta. Við erum sem betur fer með bílskúr og þar fær annað geymsludót að vera,“ segir Hrönn og hlær. Hrönn gerir kynstrin öll af konfekti sem hún setur í fallegar öskjur og keyrir út til vina og vandamanna fyrir jól. Öskjurnar kaupir hún á Ali Express. Hún föndrar kransa á allar hurðir heimilisins og gerði yfir 900 konfektmola í fyrra sem hún setti í öskjur og færði vinum og vandamönnum. „Það hef ég gert í mörg ár og finnst góður siður. Við fjölskyldan klæðum okkur upp í jólaföt, sem við eigum í talsverðu úrvali, skellum hreindýrshornunum á bílinn og keyrum konfektið út en það er kærkomin leið til að heilsa upp á fólkið sitt. Þá finnst mér áberandi hvað fólk í umferðinni verður ánægt með að sjá svona skrautlegan bíl. Það veifar og hleypir okkur meira að segja fram fyrir,“ segir Hrönn. Hrönn á tæplega tveggja ára dóttur, Emblu Ýri, sem upplifði sín fyrstu jól í fyrra. „Ég missti mig aðeins í kringum það og ég held að hún hafi átt ein sex jólanáttföt til skiptanna. Þetta árið ákvað ég svo að kaupa samstæð náttföt á alla fjölskylduna og gat meira að segja fengið á hundinn líka,“ segir Hrönn sem fékkst til að skella sér í þau fyrir blaðið, ásamt hundinum og Emblu. Eiginmaðurinn, Sæþór Fannberg, var hins vegar að heiman og slapp með skrekkinn. Hrönn heldur úti vinsælu snappi undir notendanafninu hronnbjarna þar sem hún sýnir frá heimilislífinu og gefur hugmyndir að ýmiss konar skrauti og skipulagi. Aðspurð segist Hrönn kaupa megnið af jóladótinu á AliExpress og að starfsfólk Póstsins sé farið að þekkja hana. Hún setur jólaver utan um alla púða heimilisins, er með jólarúmföt og meira að segja baðherbergið er skreytt. „Ég er voðalega amerísk í mér og held til að mynda alltaf þakkargjörðarboð eða „thanksgiving“ í lok nóvember fyrir útvalda vini en við köllum það „friendsgiving“ og endum kvöldið á að fara í alls kyns leiki,“ segir Hrönn en hún reynir yfirleitt að vera búin að skreyta fyrir það. „Þá er ég með danskt julefrukost-boð í desember fyrir annan vinahóp þar sem boðið er upp á hreindýrabollur, lax, pate, heitreykt nautakjöt og gæsabringur svo eitthvað sé nefnt,“ upplýsir Hrönn og þrætir ekki fyrir að það sé gaman að þekkja hana í kringum jólin. „Ég minni örugglega á jólasveininn á sterum í Disneylandi á þessum tíma árs,“ segir hún og hlær. Sjá einnig: Toblerone-ís fyrir tólf Hrönn sendir líka fjöldann allan af jólakortum. „Í fyrra voru fyrstu jólin hennar Emblu og þá held ég að ég hafi sent 93 jólakort með myndum af henni. Ég fékk hins vegar bara átta til baka en mér er alveg sama. Mér finnst þetta svo skemmtileg hefð.“ Embla Ýr á nokkur jólanáttföt til skiptanna. Hrönn segir eiginmanninn farinn að hafa lúmskt gaman af jólabrjálæðinu en hann var ekki mikill jólamaður fyrir. „Hann starfar á lögmannsstofunni Local og þar er sem betur fer mikið af jólabörnum að störfum. Hann sleppur því eiginlega hvergi undan þessu en ég viðurkenni þó að hann finnur til ákveðins léttis þegar jólaskrautið er farið niður og hann þarf ekki að mæta með glimmer í fötunum í vinnuna en það smitast auðvitað út um allt.“ En færðu ekki tómleikatilfinningu þegar jólin taka enda? „Jú, vissulega, og þess vegna reyni ég að fara til útlanda í janúar. Þá hef ég eitthvað að hlakka til. Svo er líka alltaf ákveðinn léttir að taka skrautið niður og yfirleitt líður mér eins og íbúðin mín hafi stækkað um 20 fermetra. Eins er ágætt að geta opnað dyr án þess að kransarnir slengist í mann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Toblerone-ís fyrir tólf Uppskriftin dugir vel fyrir tólf og ísinn er bestur með jarðarberjum og þeyttum rjóma. 6. desember 2018 12:00 Mest lesið Hátíðarterta með eplum og karamellukremi Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Með upplýsta Landakirkju á jólum Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól „Kransarnir mínir eru fullkomlega ófullkomnir“ Jól „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Jól Besta aðfangadagskvöld í heimi: „Allt var svo fullkomið og ég var svo hamingjusöm“ Jól Hugmyndir að hátíðargreiðslum fyrir börn Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Toblerone-ís fyrir tólf Uppskriftin dugir vel fyrir tólf og ísinn er bestur með jarðarberjum og þeyttum rjóma. 6. desember 2018 12:00