Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Tvö kerti loguðu í gærkvöldi framan við einbýlishúsið Kirkjuveg 18 á Selfossi. Vísir/EgillA Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Karl og kona létu lífið í eldsvoðanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi á miðvikudaginn. Þau fundust á efri hæð hússins í gær. Karlmaður fæddur 1965, sem er húsráðandi, og kona fædd 1973, sem var einnig í húsinu, voru í gærkvöld bæði úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. „Vinnu á vettvangi er lokið og húsið hefur verið afhent tryggingafélagi,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, við Fréttablaðið um kvöldmatarleytið í gær. Fyrr um daginn gerði lögregla kröfu um gæsluvarðhald yfir húsráðandanum á Kirkjuvegi 18 og konu sem var gestkomandi þar þegar eldurinn braust út. Orðið var við kröfunni sem byggð var á rannsóknarhagsmunum í Héraðsdómi Suðurlands á níunda tímanum í gærkvöldi. Oddur vildi að svo komnu máli ekki gefa upp hvers menn hefðu orðið vísari. „Við höldum nokkuð þétt að okkur spilunum með efni rannsóknarinnar,“ sagði hann og vísaði í tilkynningur frá lögreglunni. Þar kom fram að grunur lék á íkveikju. „Það er grunur um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ staðfesti Oddur. „Það er til rannsóknar hvernig það atvikaðist,“ svaraði hann aðspurður hvort talið sé eldurinn hafi komið upp fyrir slysni eða hvort kveikt hafi verið í af ásettu ráði. Enn fremur sagði yfirlögregluþjónninn aðspurður að engin játning lægi fyrir.Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.Lögreglan á Suðurlandi.Fram kom í viðtali Stöðvar 2 í gærkvöldi við æskufélaga og nágranna húsráðandans að þeir hefðu ræðst við þegar sá síðarnefndi kom út úr brennandi húsinu. Þá hafi húsráðandinn gefið tilteknar skýringar á því sem gerst hafði. Vildi nágranninn ekki gefa upp nánar hvað þeim fór á milli. Oddur sagði karlmanninn sem sé í haldi vera húsráðanda. „Hin voru gestkomandi og búin að vera mismundandi lengi,“ sagði hann. „Ég held að orðið neyslufélagar sé rétta orðið,“ svaraði hann um tengsl fólksins.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26