Viðskipti innlent

Spá 2,5 prósenta hagvexti á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að verðbólga aukist samfara gengisveikingu krónunnar og hækkunar á verði olíu.
Búist er við að verðbólga aukist samfara gengisveikingu krónunnar og hækkunar á verði olíu. vísir/vilhelm
Hagvöxtur á árinu 2019 verður 2,5 prósent á árinu 2019 samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði svipaður og á síðasta ári, eða 3,8 prósent.

Í frétt á vef Hagstofunnar  segir að þegar búist sé við að hægja muni á hagvexti þegar líkur á spátímann, sem nær frá 2018 til 2024. Búist er við að verðbólga aukist samfara gengisveikingu krónunnar og hækkunar á verði olíu. Gert er ráð fyrir einkaneysla vaxi um 4,9 prósent á árinu 2018, samneysla um 3,3 prósent og fjárfesting um 4,5 prósent.

„Reiknað er með að hagvöxtur verði 2,5% árið 2019, einkaneysla vaxi um 3,8%, samneysla um 1,9% og að fjárfesting aukist um 2,8%. Á árunum 2020-2024 er gert ráð fyrir að vöxtur landsframleiðslu verði í kringum 2,6%, vöxtur einkaneyslu fari úr 3% árið 2020 í 2,5% undir lok spátímans og að vöxtur samneyslu verði um 2% á ári. Þá er gert ráð fyrir að fjárfesting aukist árið 2020 um 4,3% en um 2,8% að meðaltali eftir það.

Talið er að íbúðafjárfesting verði áfram kröftug í ár og á næsta ári en svo dragi úr vexti hennar með minnkandi umsvifum í hagkerfinu. Samdráttur var í fjárfestingu tengdri stóriðju árið 2017 og er búist við áframhaldandi samdrætti út árið 2022. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður áfram neikvætt og gert er ráð fyrir að viðskiptajöfnuður dragist saman á næstu árum. Eftir því sem framboð á íbúðum eykst er gert ráð fyrir hóflegri raunhækkun á verði húsnæðis.

Reiknað er með að verðbólga aukist samfara gengisveikingu og hækkunar á verði olíu. Kjarasamningar mikils meirihluta vinnumarkaðarins renna út í lok árs 2018 og byrjun árs 2019 og því ríkir mikil óvissa um launaþróun ársins 2019 og síðar. Búist er við að atvinnuleysi aukist jafnt og þétt út spátímann samfara minni spennu í þjóðarbúskapnum,“ segir í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×