Fólkið ekki yfirheyrt aftur fyrr en eftir helgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2018 10:40 Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið en það er alveg ónýtt. Vísir/Egill Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Karl og kona sem úrskurðuð voru í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna mannskæðs eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi verða ekki yfirheyrð aftur fyrr en eftir helgi, að sögn Odds Kristjánssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Þá segir hann jafnframt erfitt að henda reiður á tengslum fólksins í húsinu. „Nú eru þau komin í gæsluvarðhald og við erum komin með andrými til að skipuleggja okkur. Morguninn hefur farið í að ná utan um gögn, fara yfir þau og sjá á hvaða stað við erum í þessu. Við erum að afla frekari gagna og ræða við vitni og fá myndir frá fólki og svoleiðis,“ segir Oddur í samtali við Vísi.Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/EgillSjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Þá hafa húsráðandi að Kirkjuvegi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, ekki verið yfirheyrð umfram það sem var í gær. Þau voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi. „Og væntanlega verður ekki tekin skýrsla af þeim fyrir helgi.“ Oddur segir lögreglu enn halda þétt að sér spilunum um framvindu rannsóknarinnar. Ekki verður greint frekar frá því á hverju grunur lögreglu um íkveikju er byggður og þá vildi Oddur ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í því samhengi.Haft er eftir Oddi í Fréttablaðinu í dag að „neyslufélagar“ lýsi best tengslum fólksins í húsinu. Hann segir í samtali við Vísi í morgun að fjórmenningarnir hafi verið „kunningjar og vinir“. Inntur eftir því hvort hin látnu hafi verið trúlofað par segir Oddur að fólkið hafi átt sér sögu. „Kannski stundum. En akkúrat á þessum tíma, þá var það ekki.“ Tilkynnt var um eldsvoðann að Kirkjuvegi 18 síðdegis á miðvikudag. Rannsókn lögreglu á vettvangi lauk í gær og húsið var í kjölfarið afhent viðeigandi tryggingafélagi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið, sem gæti reynst erfitt verkefni sökum þess hversu mikið asbest var í því.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kjartan Björnsson, nágranni og vinur húsráðanda að Kirkjuvegi á Selfossi, segir það hafa verið afar þungbært að fylgjast með húsinu á æskuslóðum sínum að Kirkjuvegi brenna í gær. 1. nóvember 2018 16:44
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26