Ekki fjallað um mikilvæga þætti í nýrri heilbrigðisstefnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 18:45 Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira