Hætta lífinu fyrir tónlistina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:15 Fréttablaðið getur ekki birt myndir af viðmælanda sínum með þessu viðtali. Hér má líta umslag plötunnar Enkar sem kom út á síðasta ári og blaðamaður fullyrðir að sé afar vel heppnuð. Hljómsveitin Al-Namrood hefur verið virk í rúman áratug. Hún hefur hins vegar aldrei spilað á tónleikum og er ekki í neinu sambandi við aðdáendur sína í heimalandinu, Sádi-Arabíu. Hljómsveitarmeðlimir hafa aldrei komið fram undir nafni og engar myndir af hljómsveitinni er að finna á netinu. Ástæðan er einföld. Hljómsveitin spilar svartmálm (e. black metal) og með textunum lýsa þremenningarnir andúð sinni á þjóðartrúnni íslam. Við þessu er dauðarefsing. Fréttablaðið setti sig í samband við manninn sem kallar sig Mephisto, stofnmeðlim, hljómsveitarinnar. Að hans sögn er vonlaust að staðan breytist á meðan Mohammed bin Salman er krónprins.Tjá myrkustu hugsanir Svartmálmur er hvergi meginstraumstónlist og hefur helst ratað á síður blaðanna í tengslum við kirkjubrennur og ofbeldisglæpi tónlistarmanna í Noregi. Mephisto segir að sögu hljómsveitarinnar megi rekja til þess að þrír arabískir drengir, í trúaðasta og kúgaðasta samfélagi jarðar, hafi áttað sig á því að „trúarbrögð séu ekkert annað en sviksemi“. Þau efli óréttlátt kerfi og því hafi drengirnir valið þessa tónlist sem vettvang til að „tjá sínar myrkustu hugsanir“. Saga tónlistarstefnunnar markast að miklu leyti af andstöðu við trúarbrögð, einna helst kristni. Á þetta bendir Mephisto og segir svartmálm því henta boðskapnum vel. Innblásturinn kemur, að sögn Mephistos, frá hljómsveitum á borð við Darkthrone og Bathory en þjóðlegri arabískri tónlist er blandað við hinn hefðbundna svartmálmshljóm. Í lífshættu Þótt blátt bann sé í Sádi-Arabíu við tónlistinni halda meðlimir Al-Namrood ótrauðir áfram. „Allt sem stangast á við sjaríalög er ólöglegt í Sádi-Arabíu. Það er afar auðvelt að brjóta þessi lög þar sem það sem telst saklaust í eðlilegum heimi telst hér saknæmt. Vegna þess ákváðum við hreinlega að gera bara það sem við viljum. Við yrðum fordæmdir sama hvað. Ef ekki vegna tónlistarinnar þá vegna þess hvernig við hugsum. En við þurftum líka að fá útrás. Að reyna að tala máli hinna kúguðu og vekja athygli á þeim sem hafa þorað að brjótast úr hlekkjum heilaþvottarins.“ En telja hljómsveitarmeðlimir sig í hættu, í ljósi þess að dauðarefsing er við broti þeirra? „Já, að hluta til vegna tónlistarinnar sjálfrar en einnig vegna afstöðu okkar gagnvart trúnni. Að sjálfsögðu óttumst við að yfirvöld komist að því hverjir við erum. Við þurfum að takast á við þann ótta. En við getum ekki leyft óttanum að stjórna okkur,“ segir Mephisto. Að hans sögn halda þeir áfram sköpun sinni, þrátt fyrir hættuna, þar sem hljómsveitarmeðlimir vita að ríkisstjórnin getur illa stjórnað veraldarvefnum. „Við, og margir aðrir, notum netið til þess að hafa samband við umheiminn. Samfélagsmiðlar verða sífellt íburðarmeiri. Það er hægt að skapa nafnlausan aðgang og tjá þannig skoðanir sínar. Sjónvarpið er ekki lengur eina upplýsingaveitan. Nú get ég tjáð skoðanir mínar en samt varið mig gegn ríkisstjórninni.“ Einangraðir Mephisto segir að áskoranirnar séu fjölmargar fyrir hljómsveit sem er í raun bönnuð, talin hættuleg. Hann nefnir skort á stuðningi, tækjabúnaði og upptökuverum og baráttuna fyrir nafnleynd. „Svo er auðvitað áskorun fólgin í því að búa í landi þar sem þú veist að þú verður hálshöggvinn, komist yfirvöld að því hver þú ert,“ segir Mephisto og bætir við: „Við erum orðnir einangraðri. Við höfum lítið samband við fjölskyldu okkar og vini. Við þurfum að fara afar gætilega svo ekki komist upp um okkur.“ Og í ljósi þess að tónlist og boðskapur Al-Namrood er ekki liðinn í Sádi-Arabíu segist Mephisto hreinlega ekki vita hvernig tónlist þeirra hefur verið tekið þar í landi. „Ég á mjög sjaldan samskipti við aðdáendur í Sádi-Arabíu. Ég veit að þeir eru til en þeir geta auðvitað ekki tjáð stuðning sinn við okkur. Ég veit að það er hættulegt fyrir þá.“ Mephisto tekur fram að á Facebook geti hann séð að hljómsveitin á 45 aðdáendur sem staðsettir eru í Sádi-Arabíu. „Þetta gætu verið raunverulegir aðdáendur. En þetta gæti líka verið lögreglan í stafrænu dulargervi. Ég er ekki viss.“ Ofurharðstjóri Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað mikið um Mohammed krónprins, sem er eiginlegur leiðtogi Sádi-Arabíu vegna veikinda Salmans konungs. Talið er líklegt að Mohammed hafi fyrirskipað eða að minnsta kosti vitað af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Istanbúl í upphafi mánaðar. Khashoggi var þekktur andstæðingur prinsins og hafði gagnrýnt hann harðlega, meðal annars í pistlum í Washington Post. Mephisto segir að það breyti engu, hvorki fyrir hljómsveitina né almenning, að Mohammed sé nú að komast til valda. „Það verða engar breytingar. Einn harðstjóri fer og annar kemur í staðinn. Bara í mismunandi litum með öðruvísi áróður. Ef þú lítur til þess að hann er að bjóða upp á ýmiss konar afþreyingu fyrir almenning geturðu séð að það er bara til þess að líta betur út. Inn við beinið er þetta enn sama gamla ofuríhaldssama trúarofstækiskerfið. Þungarokk er enn álitið satanískt,“ segir Mephisto og bætir við: „Hann er ofurharðstjóri. Með gullmedalíu í sínu fagi.“ Óttist þið, í ljósi Khashoggi-málsins, að krónprinsinn muni nú ganga lengra til að þagga niður í andstæðingum sínum? „Það gleður mig að þú spyrjir að þessu. Þótt það hryggi okkur auðvitað að heyra af því að öðrum Sádi-Araba (ekki þeim fyrsta) hafi verið slátrað er ég einhvern veginn glaður yfir að þetta hneyksli vakti heimsathygli. Þannig hefur heimurinn fengið innsýn í okkar raunveruleika. Þessi mikilmennskubrjálæðingur mun þagga niður í hverjum þeim sem er ósammála honum. Fyrir það galt herra Khashoggi.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að tjáningarfrelsið aukist í framtíðinni er svar Mephistos einfalt: „Það hef ég aldrei verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hljómsveitin Al-Namrood hefur verið virk í rúman áratug. Hún hefur hins vegar aldrei spilað á tónleikum og er ekki í neinu sambandi við aðdáendur sína í heimalandinu, Sádi-Arabíu. Hljómsveitarmeðlimir hafa aldrei komið fram undir nafni og engar myndir af hljómsveitinni er að finna á netinu. Ástæðan er einföld. Hljómsveitin spilar svartmálm (e. black metal) og með textunum lýsa þremenningarnir andúð sinni á þjóðartrúnni íslam. Við þessu er dauðarefsing. Fréttablaðið setti sig í samband við manninn sem kallar sig Mephisto, stofnmeðlim, hljómsveitarinnar. Að hans sögn er vonlaust að staðan breytist á meðan Mohammed bin Salman er krónprins.Tjá myrkustu hugsanir Svartmálmur er hvergi meginstraumstónlist og hefur helst ratað á síður blaðanna í tengslum við kirkjubrennur og ofbeldisglæpi tónlistarmanna í Noregi. Mephisto segir að sögu hljómsveitarinnar megi rekja til þess að þrír arabískir drengir, í trúaðasta og kúgaðasta samfélagi jarðar, hafi áttað sig á því að „trúarbrögð séu ekkert annað en sviksemi“. Þau efli óréttlátt kerfi og því hafi drengirnir valið þessa tónlist sem vettvang til að „tjá sínar myrkustu hugsanir“. Saga tónlistarstefnunnar markast að miklu leyti af andstöðu við trúarbrögð, einna helst kristni. Á þetta bendir Mephisto og segir svartmálm því henta boðskapnum vel. Innblásturinn kemur, að sögn Mephistos, frá hljómsveitum á borð við Darkthrone og Bathory en þjóðlegri arabískri tónlist er blandað við hinn hefðbundna svartmálmshljóm. Í lífshættu Þótt blátt bann sé í Sádi-Arabíu við tónlistinni halda meðlimir Al-Namrood ótrauðir áfram. „Allt sem stangast á við sjaríalög er ólöglegt í Sádi-Arabíu. Það er afar auðvelt að brjóta þessi lög þar sem það sem telst saklaust í eðlilegum heimi telst hér saknæmt. Vegna þess ákváðum við hreinlega að gera bara það sem við viljum. Við yrðum fordæmdir sama hvað. Ef ekki vegna tónlistarinnar þá vegna þess hvernig við hugsum. En við þurftum líka að fá útrás. Að reyna að tala máli hinna kúguðu og vekja athygli á þeim sem hafa þorað að brjótast úr hlekkjum heilaþvottarins.“ En telja hljómsveitarmeðlimir sig í hættu, í ljósi þess að dauðarefsing er við broti þeirra? „Já, að hluta til vegna tónlistarinnar sjálfrar en einnig vegna afstöðu okkar gagnvart trúnni. Að sjálfsögðu óttumst við að yfirvöld komist að því hverjir við erum. Við þurfum að takast á við þann ótta. En við getum ekki leyft óttanum að stjórna okkur,“ segir Mephisto. Að hans sögn halda þeir áfram sköpun sinni, þrátt fyrir hættuna, þar sem hljómsveitarmeðlimir vita að ríkisstjórnin getur illa stjórnað veraldarvefnum. „Við, og margir aðrir, notum netið til þess að hafa samband við umheiminn. Samfélagsmiðlar verða sífellt íburðarmeiri. Það er hægt að skapa nafnlausan aðgang og tjá þannig skoðanir sínar. Sjónvarpið er ekki lengur eina upplýsingaveitan. Nú get ég tjáð skoðanir mínar en samt varið mig gegn ríkisstjórninni.“ Einangraðir Mephisto segir að áskoranirnar séu fjölmargar fyrir hljómsveit sem er í raun bönnuð, talin hættuleg. Hann nefnir skort á stuðningi, tækjabúnaði og upptökuverum og baráttuna fyrir nafnleynd. „Svo er auðvitað áskorun fólgin í því að búa í landi þar sem þú veist að þú verður hálshöggvinn, komist yfirvöld að því hver þú ert,“ segir Mephisto og bætir við: „Við erum orðnir einangraðri. Við höfum lítið samband við fjölskyldu okkar og vini. Við þurfum að fara afar gætilega svo ekki komist upp um okkur.“ Og í ljósi þess að tónlist og boðskapur Al-Namrood er ekki liðinn í Sádi-Arabíu segist Mephisto hreinlega ekki vita hvernig tónlist þeirra hefur verið tekið þar í landi. „Ég á mjög sjaldan samskipti við aðdáendur í Sádi-Arabíu. Ég veit að þeir eru til en þeir geta auðvitað ekki tjáð stuðning sinn við okkur. Ég veit að það er hættulegt fyrir þá.“ Mephisto tekur fram að á Facebook geti hann séð að hljómsveitin á 45 aðdáendur sem staðsettir eru í Sádi-Arabíu. „Þetta gætu verið raunverulegir aðdáendur. En þetta gæti líka verið lögreglan í stafrænu dulargervi. Ég er ekki viss.“ Ofurharðstjóri Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar fjallað mikið um Mohammed krónprins, sem er eiginlegur leiðtogi Sádi-Arabíu vegna veikinda Salmans konungs. Talið er líklegt að Mohammed hafi fyrirskipað eða að minnsta kosti vitað af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í Istanbúl í upphafi mánaðar. Khashoggi var þekktur andstæðingur prinsins og hafði gagnrýnt hann harðlega, meðal annars í pistlum í Washington Post. Mephisto segir að það breyti engu, hvorki fyrir hljómsveitina né almenning, að Mohammed sé nú að komast til valda. „Það verða engar breytingar. Einn harðstjóri fer og annar kemur í staðinn. Bara í mismunandi litum með öðruvísi áróður. Ef þú lítur til þess að hann er að bjóða upp á ýmiss konar afþreyingu fyrir almenning geturðu séð að það er bara til þess að líta betur út. Inn við beinið er þetta enn sama gamla ofuríhaldssama trúarofstækiskerfið. Þungarokk er enn álitið satanískt,“ segir Mephisto og bætir við: „Hann er ofurharðstjóri. Með gullmedalíu í sínu fagi.“ Óttist þið, í ljósi Khashoggi-málsins, að krónprinsinn muni nú ganga lengra til að þagga niður í andstæðingum sínum? „Það gleður mig að þú spyrjir að þessu. Þótt það hryggi okkur auðvitað að heyra af því að öðrum Sádi-Araba (ekki þeim fyrsta) hafi verið slátrað er ég einhvern veginn glaður yfir að þetta hneyksli vakti heimsathygli. Þannig hefur heimurinn fengið innsýn í okkar raunveruleika. Þessi mikilmennskubrjálæðingur mun þagga niður í hverjum þeim sem er ósammála honum. Fyrir það galt herra Khashoggi.“ Aðspurður um hvort hann sé bjartsýnn á að tjáningarfrelsið aukist í framtíðinni er svar Mephistos einfalt: „Það hef ég aldrei verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Sagður hættulegur íslamisti og líkið leyst upp í sýru Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var meðlimur Bræðralags múslima og hættulegur íslamisti að því er krónprins Sádi-Arabíu sagði við bandaríska embættismenn. 3. nóvember 2018 09:00
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38