Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur 3. nóvember 2018 12:15 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira