Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur 3. nóvember 2018 12:15 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira