Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 16:27 Atli Þór Fanndal (til vinstri) var ráðinn sem pólitískur ráðgjafi Pírata fyrir sveitastjórnarkosningarnar nú í vor. Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan. Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins en í gærkvöld birti úrskurðarnefnd Pírata úrskurð þess efnis að reka ætti aðstoðarmann framkvæmdastjóra flokksins og varð til þess að Rannveig Ernudóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti að hún hefði hug á því að segja skilið við Pírata.Sjá einnig: Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Á Facebook-síðu sinni segir Atli „Kafkaestkt einelti“ þrífast innan flokksins og hann upplifi einelti sem hluta af kerfinu. Þá segist hann ekki ætla að starfa fyrir Pírata á neinn hátt fyrr en hann sjái breytingar. „Ítrekuðum ráðleggingum mínum um hvernig takast á við svona hegðun hefur ekki verið fylgt. Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun. Ég skammast mín fyrir hönd þeirra sem skrifuðu þennan úrskurð og gera sér kannski ekki grein fyrir því að þarna formgerðu þau einelti, samþykktu og styrktu.“Segir umhverfi innan flokksins „helsjúkt“ Einn þeirra sem tjáir sig við færslu Atla er Sindri Viborg, fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata en Sindri steig til hliðar eftir vantraustsyfirlýsingu í kjölfar ráðningar á aðstoðarmanni framkvæmdarstjóra. Í athugasemd sem Sindri skrifar segir hann einelti grasserast innan flokksins og „flati strúktur“ Pírata sé fullkomið umhverfi fyrir slíka hegðun. „Eðlilegar samskiptaleiðir eru gerðar tortryggilegar og einstaklingar gaslightaðir í drasl. Þetta umhverfi er svo helsjúkt að maður á ekki til orð,“ segir Sindri sem segist skammast sín fyrir að hafa kennt sig við flokk sem leyfi þessu að viðgangast. Að lokum hrósar hann Atla Þór og Rannveigu Ernudóttur varaborgarfulltrúa fyrir að taka þá ákvörðun að leyfa þessu ekki að viðgangast en Rannveig tilkynnti fyrirhugaða ákvörðun sína um að segja skilið við Pírata í gær. Færslu Atla má lesa í heild sinni hér að neðan.
Stj.mál Tengdar fréttir Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Vantraust og brotthvarf úr framkvæmdaráði Pírata Fjórir af tíu fulltrúum Pírata í framkvæmdaráði flokksins hafa sagt sig úr ráðinu aðeins tveimur vikum eftir kjör á aðalfundi Pírata. 15. október 2018 23:27