Miklar áskoranir framundan í íslenskri skógrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2018 20:00 Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur. Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur.
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira