Patrekur: Stefán veit ekkert um þetta og ekki ég heldur Arnar Helgi Magnússon skrifar 4. nóvember 2018 18:21 Patrekur er þjálfari Selfoss. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.” Olís-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.”
Olís-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira