„Félagið okkar er eins og sökkvandi skip“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 08:32 Jónas Garðarsson er formaður Sjómannafélags Íslands. Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var hins vegar vikið úr félaginu á dögunum. Átta manns sem krafist hafa þess að fram fari félagsfundur í Sjómannafélagi Íslands (SÍ) hafa sent frá sér tilkynningu vegna orða Jónas Garðarssonar, formanns félagsins, þess efnis í gær að ekki verði boðað til fundar á grundvelli undirskriftalista þar sem þess er krafist að fundur fari fram. Þeir segja að félagið þeirra sé „eins og sökkvandi skip“ og að stjórnin fari með einræði í SÍ. Í tilkynningu áttmenninganna segir að Heiðveig María Einarsdóttir, sem á dögunum tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjómannafélagsins en var síðan vikið úr félaginu, standi ekki á bak við undirskriftalistann. Í tilkynningu Jónasar til fjölmiðla í gær sagði að Heiðveig hefði verið rekin úr félaginu fyrir að hafa „ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifandi hætti.“Spyrja hvort að þeir sem gagnrýni stjórn verði framvegis vikið úr félaginu Mennirnir átta sem senda tilkynninguna í dag segja þetta vekja spurningar sem þeir vilji fá svör við: „Ef félagsmenn gagnrýna stjórn félagsins verður þeim þá framvegis vikið úr félaginu? Hvað sagði hinn brottvikni félagsmaður ósatt um sem réttlætir brottreksturinn? Í tilkynningunni segir einnig þar sem fjallað er um undirskriftarlistann: „Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap“. Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?“ Í tilkynningu Jónasar í gær sagði að ekki yrði boðað til félagsfundar þar sem aðeins 52 af þeim 162 sem skrifuðu undir listann væru félagsmenn. Þessu svara áttmenningarnir með þeim orðum að þeir hafi sjálfir talið yfir 100 sjómenn á listanum með einfaldri leit á netinu. Þeir viti hins vegar „að sjálfsögðu ekki“ hve margir af þeim eru félagsmenn í SÍ.Ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga sé innan félagsins Tilkynninguna sem þeir Sigurður Jóhann Atlason, Sæþór Ágústsson, Sigurdór Halldórsson, Friðrik Elís Ásmundsson, Davíð Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Júlíus Jakobsson og Ólafur Ingvar Kristjánsson skrifa undir má sjá í heild hér fyrir neðan:Eins og formanni og stjórn ætti að vera kunnug um standa sjómenn allan sólarhringinn, alla daga vikunnar við vinnu sína. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga er innan félagsins svo líkja mætti því við skip sem hefur fengið á sig brotsjó.Við slíkar aðstæður þarf mannskapurinn að treysta hver á annan. Það hjálpast allir að, ræða sama og hlusta til þess að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur án þess að líta á dagatal eða klukku. Félagsmenn í Sjómannafélags Íslands gera ekki minni kröfu á forystumenn sína en þeir gera á sig sjálfa svo að afsökun um helgarfrí er ekki tekin gild. Félagið okkar er eins og sökkvandi skip eftir að rangar ákvarðanir hafa verið teknar við björgun, af þeim sem stjórna.Þar sem óháður aðili var ekki fenginn til að bera saman félagalistann og undirskriftarlistann óskum við eftir félagalista félagsins. Við óskum einnig eftir upplýsingum um hve margir greiða í félagið annars vegar og hins vegar hve margir eru skráðir félagsmenn.Við sjálfir töldum yfir 100 sjómenn á listanum með einfaldri leit á netinu en vitum að sjálfsögðu ekki hve margir af þeim eru félagsmenn í SÍ. Það að listinn hafi komist á flug meðal almennings er vegna frétta af brottvikningu félaga okkur úr SÍ og er ekki okkar sök.Að 4 félagsmenn geti farið fram á að einum félaga sé vikið úr félaginu en 8 félagsmenn, sem eru hér undirritaðir, geti ekki óskað eftir almennum félagsfundi lætur okkur líða eins og við séum ekki með rödd í okkar eigin félagiAð lesa fréttatilkynningu Sjómannafélags Íslands í dag veltir upp fleiri spurningum sem við óskum svara við; þið segið sjálfir í tilkynningunni að „Heiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu.“Ef félagsmenn gagnrýna stjórn félagsins verður þeim þá framvegis vikið úr félaginu?Hvað sagði hinn brottvikni félagsmaður ósatt um sem réttlætir brottreksturinn?Í tilkynningunni segir einnig þar sem fjallað er um undirskriftarlistann: „Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap“.Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?Einnig viljum við koma á framfæri að Heiðveig María Einarsdóttir stendur ekki að þessum undirskriftarlista en eftir viðbrögð formanns og stjórnar félagsins seinustu vikna sjáum við okkur ekki fært að styðja þá stjórn sem nú fer með einræði í félaginu. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Átta manns sem krafist hafa þess að fram fari félagsfundur í Sjómannafélagi Íslands (SÍ) hafa sent frá sér tilkynningu vegna orða Jónas Garðarssonar, formanns félagsins, þess efnis í gær að ekki verði boðað til fundar á grundvelli undirskriftalista þar sem þess er krafist að fundur fari fram. Þeir segja að félagið þeirra sé „eins og sökkvandi skip“ og að stjórnin fari með einræði í SÍ. Í tilkynningu áttmenninganna segir að Heiðveig María Einarsdóttir, sem á dögunum tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjómannafélagsins en var síðan vikið úr félaginu, standi ekki á bak við undirskriftalistann. Í tilkynningu Jónasar til fjölmiðla í gær sagði að Heiðveig hefði verið rekin úr félaginu fyrir að hafa „ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifandi hætti.“Spyrja hvort að þeir sem gagnrýni stjórn verði framvegis vikið úr félaginu Mennirnir átta sem senda tilkynninguna í dag segja þetta vekja spurningar sem þeir vilji fá svör við: „Ef félagsmenn gagnrýna stjórn félagsins verður þeim þá framvegis vikið úr félaginu? Hvað sagði hinn brottvikni félagsmaður ósatt um sem réttlætir brottreksturinn? Í tilkynningunni segir einnig þar sem fjallað er um undirskriftarlistann: „Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap“. Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?“ Í tilkynningu Jónasar í gær sagði að ekki yrði boðað til félagsfundar þar sem aðeins 52 af þeim 162 sem skrifuðu undir listann væru félagsmenn. Þessu svara áttmenningarnir með þeim orðum að þeir hafi sjálfir talið yfir 100 sjómenn á listanum með einfaldri leit á netinu. Þeir viti hins vegar „að sjálfsögðu ekki“ hve margir af þeim eru félagsmenn í SÍ.Ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga sé innan félagsins Tilkynninguna sem þeir Sigurður Jóhann Atlason, Sæþór Ágústsson, Sigurdór Halldórsson, Friðrik Elís Ásmundsson, Davíð Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Júlíus Jakobsson og Ólafur Ingvar Kristjánsson skrifa undir má sjá í heild hér fyrir neðan:Eins og formanni og stjórn ætti að vera kunnug um standa sjómenn allan sólarhringinn, alla daga vikunnar við vinnu sína. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga er innan félagsins svo líkja mætti því við skip sem hefur fengið á sig brotsjó.Við slíkar aðstæður þarf mannskapurinn að treysta hver á annan. Það hjálpast allir að, ræða sama og hlusta til þess að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur án þess að líta á dagatal eða klukku. Félagsmenn í Sjómannafélags Íslands gera ekki minni kröfu á forystumenn sína en þeir gera á sig sjálfa svo að afsökun um helgarfrí er ekki tekin gild. Félagið okkar er eins og sökkvandi skip eftir að rangar ákvarðanir hafa verið teknar við björgun, af þeim sem stjórna.Þar sem óháður aðili var ekki fenginn til að bera saman félagalistann og undirskriftarlistann óskum við eftir félagalista félagsins. Við óskum einnig eftir upplýsingum um hve margir greiða í félagið annars vegar og hins vegar hve margir eru skráðir félagsmenn.Við sjálfir töldum yfir 100 sjómenn á listanum með einfaldri leit á netinu en vitum að sjálfsögðu ekki hve margir af þeim eru félagsmenn í SÍ. Það að listinn hafi komist á flug meðal almennings er vegna frétta af brottvikningu félaga okkur úr SÍ og er ekki okkar sök.Að 4 félagsmenn geti farið fram á að einum félaga sé vikið úr félaginu en 8 félagsmenn, sem eru hér undirritaðir, geti ekki óskað eftir almennum félagsfundi lætur okkur líða eins og við séum ekki með rödd í okkar eigin félagiAð lesa fréttatilkynningu Sjómannafélags Íslands í dag veltir upp fleiri spurningum sem við óskum svara við; þið segið sjálfir í tilkynningunni að „Heiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu.“Ef félagsmenn gagnrýna stjórn félagsins verður þeim þá framvegis vikið úr félaginu?Hvað sagði hinn brottvikni félagsmaður ósatt um sem réttlætir brottreksturinn?Í tilkynningunni segir einnig þar sem fjallað er um undirskriftarlistann: „Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap“.Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?Einnig viljum við koma á framfæri að Heiðveig María Einarsdóttir stendur ekki að þessum undirskriftarlista en eftir viðbrögð formanns og stjórnar félagsins seinustu vikna sjáum við okkur ekki fært að styðja þá stjórn sem nú fer með einræði í félaginu.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00
Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. 5. nóvember 2018 21:15
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent