Sex nýjar reglugerðir eiga að tryggja rétt fatlaðra betur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur. Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Félags- og jafnréttismálaráðherra skrifaði í dag undir sex reglugerðir sem snúa allar að því að bæta þjónustu við fatlaða. Með því er verið að bregðast við könnunum og fréttum undanfarinna ára þar sem alvarlegar brotalamir hafa komið í ljós varðandi aðbúnað fatlaðs fólks. Markmið ráðuneytisins með reglugerðunum er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu hverju sinni og skuli fá nauðsynlegan stuðning til að njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Tímamót í Velferðarþjónustu voru til umræðu á ráðstefnu Velferðarráðuneytisins og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem haldin er í dag og á morgun.Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.„Það voru gríðarleg tímamót þegar að við samþykktum lög hér í sumar um MPA og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að allt stórbætir stöðu fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Á grunni þeirra laga eru reglugerðirnar settar og snúa meðal annars að biðlistum og eftirliti. „Við höfum verið að vinna þessar reglugerðir í samvinnu við öll helstu hagsmunasamtök og í morgun kláruðum við að skrifa undir þær og þar af leiðandi eru þær búnar að taka gildi,“ segir Ásmundur.Ísland hefur enn ekki lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Fjörutíu og sex utanaðkomandi fulltrúar frá ýmsum samtökum tóku þátt í starfshópum sem unnu að reglugerðarskrifum en þær hafa stoð í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, en lögin tóku gildi 1. október. „Það er stefna núverandi ríkisstjórnar og stjórnvalda að bæta réttarstöðu og réttarstöðu fatlaðs fólks í víðasta skilning þess orðs, eins og samningur Sameinuðu þjóðanna, um réttindi fatlaðs fólks, kveður á um. Sá samningur hefur hins vega ekki verið lögfestur hér á landi „Við höfum verið að leggja áherslu á það að uppfylla allar skyldur okkar í þessu efni og að Ísland komist þar í fremstu röð. Við þurfum einfaldlega að halda áfram á þeirri braut þannig að við getum svo í framhaldinu lögfest samninginn. Mér finnst það vera svona kjarninn hérna að við erum á góðri leið, við þurfum að gera betur vegna þess að við ætlum okkur að lögfesta þennan samning þegar þar að kemur,“ segir Ásmundur.
Heilbrigðismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira