Engin undanskot og enginn skandall segir skiptastjóri Prime Tours Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 06:15 Arnar Þór Stefánsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Prime Tours. „Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
„Vigdís Hauksdóttir er kannski í leit að skandal, en hann er ekki þarna,“ segir Arnar Þór Stefánsson, skiptastjóri þrotabús Prime Tours. Ásakanir hafa verið um kennitöluflakk eftir að stjórn Strætó bs. gaf heimild til að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel ehf. sem er í eigu sömu aðila. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, lögðu fram harðorða bókun í velferðarráði. Arnar Þór bendir á að markmið búsins sé að hámarka eignir með sölu verðmæta, sem í þessu tilfelli séu rúmlega tuttugu bílar, sérhannaðir til að aka fötluðum. Hann hafi helst viljað selja þá alla í einu og að hagur búsins hafi verið að gera það sem fyrst. „Ég var í sambandi við flesta þessa aðila sem eru búnir að vera að kvarta og sagði þeim að koma með tilboð í bílana og samninginn. En það var lítið um það. Þetta var eini aðilinn sem kom með tilboð í allan pakkann og greiddi markaðsverð samkvæmt verðmati fyrir. Það voru engin undanskot í þessu,“ segir Arnar Þór. Hann bætir við að Hjörleifur Harðarson, eigandi Far-vel og áður Prime Tours, hafi komið heiðarlega fram í öllu þessu ferli. „Oft er mikill óheiðarleiki, alls kyns æfingar og undanskot þegar maður kemur að þrotabúum. Ekkert slíkt hér. Þeir lögðu spilin á borðið. Það var einhver fortíðarvandi sem varð þeim ofviða og þeir gátu ekki unnið fram úr, þó þeir reyndu.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Tengdar fréttir Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37 Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30 Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Strætó semur við Far-vel um akstursþjónustu fatlaðs fólks Strætó hefur samið við Far-vel ehf um akstursþjónustu fatlaðs fólks eftir að verktakafyrirtækið Prime Tours var úrskurðað gjaldþrota. 6. nóvember 2018 10:37
Eigandi Prime Tours kaupir flotann á nýrri kennitölu Strætó bs. hefur lagt blessun sína yfir framsal skiptastjóra Prime Tours á rammasamningi um akstursþjónustu fatlaðra til félagsins Far-vel ehf. 7. nóvember 2018 07:30
Ósátt við fyrirkomulag aksturs fatlaðra Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í velferðarráði gera alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnar Strætó bs. að samþykkja framsal á rammasamningi hins gjaldþrota Prime Tours í ferðaþjónustu fatlaðra til Far-vel ehf. 8. nóvember 2018 08:45