Segir enga sérhæfða þjónustu í boði fyrir krabbameinssjúka eftir fjögur á daginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 20:30 Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í janúar síðastliðinn. Á þeim tíma sem hann var í krabbameinsmeðferð þurfti hann nokkrum sinnum að sækja í bráðaþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn. Krabbameinsdeildir eru eingöngu opnar milli átta og fjögur og þurfti hann því að sækja þjónustuna inn á Bráðadeild spítalans í Fossvogi.Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í upphafið árs.Guðbjörn segir þann stað lífsógnandi fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi en í fréttum stöðvar 2 í gær benti Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, á þá staðreynd að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun. Án hennar vanti heildræna yfirsýn í málaflokkinn. Guðbjörn Jóhann telur mikila þörf á því að stjórnvöld virki áætlunina. Heildræn stefna skipti höfuð máli fyrir fólk sem berst fyrir lífi sínu. „Mér finnst að það ætti að vera sér bráðamóttaka fyrir krabbameinssjúklinga. Fólk á að geta sótt á spítalann án þess að þurfa að eiga á hættu að sýkjast af öðrum veikindum, svo sem kvefi eða lungnabólgu. Það þarf að vera hægt að fá sérhæfða þjónustu,“ segir hann. Hann bendir á að þegar þú ert með krabbamein og veikist skyndilega að kvöldi til þá eigir þú ekki að þurfa að hræðast það að leita á spítalann. Sjálfur er hann laus við meinið en undir stöðugu eftirliti næstu árin. „Það er erfitt fyrir ónæmisbældan krabbameinssjúkling að lenda í því, kannski eftir lokun, að verða veikur og þurfa svo að leita á bráðamóttöku þar sem fyrir er mikið af veiku fólki. Þurfa svo að bíða í dágóðan tíma eftir að geta komist inn á herbergi sem er sérhannað fyrir krabbameinssjúklinga,“ bendir hann á. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verður málið tekið fyrir eftir helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í janúar síðastliðinn. Á þeim tíma sem hann var í krabbameinsmeðferð þurfti hann nokkrum sinnum að sækja í bráðaþjónustu eftir klukkan fjögur á daginn. Krabbameinsdeildir eru eingöngu opnar milli átta og fjögur og þurfti hann því að sækja þjónustuna inn á Bráðadeild spítalans í Fossvogi.Guðbjörn Jóhann Kjartansson greindist með krabbamein í upphafið árs.Guðbjörn segir þann stað lífsógnandi fyrir einstaklinga með bælt ónæmiskerfi en í fréttum stöðvar 2 í gær benti Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, á þá staðreynd að Ísland sé eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun. Án hennar vanti heildræna yfirsýn í málaflokkinn. Guðbjörn Jóhann telur mikila þörf á því að stjórnvöld virki áætlunina. Heildræn stefna skipti höfuð máli fyrir fólk sem berst fyrir lífi sínu. „Mér finnst að það ætti að vera sér bráðamóttaka fyrir krabbameinssjúklinga. Fólk á að geta sótt á spítalann án þess að þurfa að eiga á hættu að sýkjast af öðrum veikindum, svo sem kvefi eða lungnabólgu. Það þarf að vera hægt að fá sérhæfða þjónustu,“ segir hann. Hann bendir á að þegar þú ert með krabbamein og veikist skyndilega að kvöldi til þá eigir þú ekki að þurfa að hræðast það að leita á spítalann. Sjálfur er hann laus við meinið en undir stöðugu eftirliti næstu árin. „Það er erfitt fyrir ónæmisbældan krabbameinssjúkling að lenda í því, kannski eftir lokun, að verða veikur og þurfa svo að leita á bráðamóttöku þar sem fyrir er mikið af veiku fólki. Þurfa svo að bíða í dágóðan tíma eftir að geta komist inn á herbergi sem er sérhannað fyrir krabbameinssjúklinga,“ bendir hann á. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu verður málið tekið fyrir eftir helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Krefjast þess að krabbameinsáætlun verði virkjuð Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur verið með virka krabbameinsáætlun og eitt af fimm löndum í Evrópu sem einnig eru án hennar. 8. nóvember 2018 20:00